Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 800/2008

Nr. 800/2008 11. júlí 2008
SAMÞYKKT
um breytingu á samþykkt um stjórn Vestmannaeyjabæjar og fundarsköp bæjarstjórnar, nr. 630/2004 með síðari breytingum.

1. gr.

Í stað „félagsmálaráðuneytisins“ í 4. mgr. 14. gr. samþykktarinnar kemur: samgöngu­ráðuneytisins.

2. gr.

42. gr. samþykktarinnar verður svohljóðandi:

A. Bæjarstjórn kýs fulltrúa í eftirtalin ráð, stjórnir og nefndir auk formanna og vara­formanna ráða skv. 1. – 5. tl. á fundi sínum í júnímánuði ár hvert:

  1. Bæjarráð. Þrír aðalfulltrúar í bæjarstjórn sem aðalmenn og jafnmargir til vara, samkvæmt 38. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998.
  2. Fjölskyldu- og tómstundaráð. Fimm aðalmenn og fimm til vara.
  3. Fræðslu- og menningarráð. Fimm aðalmenn og fimm til vara.
  4. Umhverfis- og skipulagsráð. Fimm aðalmenn og fimm til vara.
  5. Framkvæmda- og hafnarráð. Fimm aðalmenn og fimm til vara.

B. Á fyrsta eða öðrum fundi að afloknum bæjarstjórnarkosningum skal bæjarstjórn kjósa eftirtalin ráð, stjórnir og nefndir til fjögurra ára:

  1. Aðalfund Sambands sunnlenskra sveitarfélaga. Sex aðalmenn og jafnmargir til vara, eða skv. 3.1. gr. laga Sambands sunnlenskra sveitarfélaga.
  2. Almannavarnanefnd. Tveir aðalmenn og jafnmargir til vara skv. 9. gr. laga nr. 82/2008 um almannavarnir.
  3. Fulltrúaráð Brunabótafélags Íslands. Einn aðalmaður og annar til vara skv. 9. gr. laga nr. 68/1994 um Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands.
  4. Fulltrúaráð Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þrír aðalmenn og jafnmargir til vara skv. lögum Sambands íslenskra sveitarfélaga.
  5. Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Einn aðalmaður og annar til vara skv. 11. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, og samkomulagi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga og Vestmannaeyjabæjar um fyrirkomulag heilbrigðis- og mengunarvarnaeftirlits í Suðurkjördæmi frá 5. janúar 2000.
  6. Kjörstjórnir. Þrír aðalmenn og jafnmargir til vara skv. 14. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998 og 15. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000. Undirkjörstjórnir. Þrír aðalmenn og jafnmargir til vara í samræmi við fjölda kjördeilda.
  7. Skoðunarmenn. Tveir aðalmenn og jafnmargir til vara skv. 69. gr. sveitarstjórnar­laga nr. 45/1998.
  8. Skólanefnd framhaldsskóla. Tveir aðalmenn og jafnmargir til vara skv. 6. gr. laga nr. 80/1996 um framhaldsskóla og reglugerðar nr. 132/1997 um skólanefndir við framhaldsskóla.
  9. Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Vestmannaeyjabæjar. Einn aðalmaður og annar til vara auk bæjarstjóra, sem er formaður stjórnarinnar. Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Vestmannaeyjabæjar fer með stjórn lífeyrissjóðsins og fjárreiður hans samkvæmt reglugerð sjóðsins frá 4. janúar 2001 með síðari breytingum.
  10. Stjórn Náttúrustofu Suðurlands. Þrír aðalmenn og jafnmargir til vara.
  11. Þjónustuhópur aldraðra. Tveir aðalmenn og jafnmargir til vara skv. 7. gr. laga um málefni aldraðra nr. 125/1999. Jafnframt tilnefnir héraðslæknir lækni, með sérmenntun á sviði öldrunar- eða heimilislækninga, og hjúkrunarfræðing, með þekkingu á öldrunarþjónustu. Samtök eldri borgara tilnefna einn fulltrúa úr sínum röðum. Bæjarstjórn velur þjónustuhópnum formann úr hópi nefndarmanna.

    3. gr.

    1. mgr. 56. gr. samþykktarinnar verður svohljóðandi:

    Bæjarráð fer ásamt bæjarstjóra með framkvæmdastjórn bæjarins og fjármálastjórn að því leyti sem slík stjórn er ekki öðrum falin. Þá fer bæjarráð jafnframt með yfirumsjón með stjórnsýslu og starfsmannamálum bæjarins, þar með talið kjaramálum. Bæjarráð hefur umsjón með verkefnum sem tengjast atvinnulífi, frumkvöðlastarfsemi, samgöngu­málum og markaðsmálum. Bæjarráð hefur umsjón með undirbúningi árlegrar fjárhags­áætlunar, semur drög að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og bæjarfyrirtækja að fengnum tillögum hlutaðeigandi stjórna og leggur þau fyrir bæjarstjórn í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga. Þá sér bæjarráð um að ársreikningar bæjarsjóðs séu samdir og þeir ásamt ársreikningum bæjarstofnana lagðir fyrir bæjarstjórn til afgreiðslu svo sem sveitar­stjórnarlög mæla fyrir um. Þá fer ráðið með nýtingu þess húsnæðis sem undir það heyrir auk annarra verkefna sem bæjarstjórn felur ráðinu.

    4. gr.

    57. gr. samþykktarinnar verður svohljóðandi:

    Fjölskyldu- og tómstundaráð.

    Fjölskyldu- og tómstundaráð skal að jafnaði halda fund einni sinni til tvisvar í mánuði. Aukafundi skal halda, ef bæjarstjóri, formaður ráðsins eða a.m.k. þrír ráðsmenn óska þess.

    5. gr.

    58. gr. samþykktarinnar verður svohljóðandi:

    Fjölskyldu- og tómstundaráð fer með málefni sem tengjast framkvæmd félagsmálastarfs bæjarins, sbr. lög nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga. Þá fer ráðið með verkefni barnaverndarnefndar, sbr. lög nr. 80/2002 um barnavernd, stefnumótun og framkvæmd forvarnarmála, málefna sem tengjast félagslega húsnæðiskerfinu, sbr. lög nr. 44/1998 um húsnæðismál, verkefni tengd lögum nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, og heilbrigðis- og öldrunarmál. Þá fer ráðið með nýtingu þess húsnæðis sem undir það heyrir auk annarra verkefna sem bæjarstjórn felur ráðinu.

    Fjölskyldu- og tómstundaráð fer einnig með málefni sem tengjast framkvæmd íþrótta- og æskulýðsmála, þ.m.t. nýtingu íþróttamannvirkja og stjórn félagsstarfs á vegum bæjarins.

    Fjölskyldu- og tómstundaráð gerir tillögur til bæjarstjórnar um afgreiðslu einstakra mála sem það fær til meðferðar. Heimilt er að fela fjölskyldu- og tómstundaráði fullnaðar­afgreiðslu mála sem ekki varða verulega fjárhag bæjarsjóðs eða stofnana hans og lög mæli ekki á annan veg, skv. 51. og 52. gr. Fjölskyldu- og tómstundaráð ákveður skiptingu og ráðstöfun fjár sem ætlað er til einstakra málaflokka ráðsins.

    Ef mál sem fjölskyldu- og tómstundaráð hefur heimild til að afgreiða eru samhljóða sam­þykkt í ráðinu hefur bæjarstjóri heimild til að láta framkvæma þau. Ef mótatkvæði kemur fram í ráðinu við afgreiðslu máls bíður frekari vinnsla þess afgreiðslu bæjar­stjórnar.

    6. gr.

    59. gr. samþykktarinnar verður svohljóðandi:

    Fræðslu- og menningarráð.

    Fræðslu- og menningarráð skal að jafnaði halda fund einu sinni til tvisvar í mánuði. Aukafundi skal halda, ef bæjarstjóri, formaður ráðsins eða a.m.k. þrír ráðsmenn óska þess.

    7. gr.

    60. gr. samþykktarinnar verður svohljóðandi:

    Fræðslu- og menningarráð fer með málefni sem tengjast grunnskólum bæjarins, sbr. lög nr. 91/2008 um grunnskóla, málefni tónlistarskóla bæjarins, sbr. lög nr. 75/1985 um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla og lög nr. 87/1989 um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, málefni leikskóla bæjarins, sbr. lög nr. 90/2008 um leikskóla og málefni listaskóla bæjarins. Þá fer ráðið með nýtingu skólahúsnæðis auk annarra verkefna sem bæjarstjórn felur ráðinu.

    Fræðslu- og menningarráð fer með stjórn safna bæjarins og aðra þá þætti er varða menningarmál á vegum bæjarins, sem og málefni sem tengjast lögum nr. 36/1997 um almenningsbókasöfn auk annarra verkefna sem bæjarstjórn felur ráðinu.

    Fræðslu- og menningarráð gerir tillögur til bæjarstjórnar um afgreiðslu einstakra mála sem það fær til meðferðar. Heimilt er að fela ráðinu fullnaðarafgreiðsla mála sem ekki varða verulega fjárhag bæjarsjóðs eða stofnana hans og lög mæli ekki á annan veg, skv. 51. og 52. gr. Ráðið ákveður skiptingu og ráðstöfun fjár sem ætlað er til einstakra málaflokka þess.

    Ef mál sem fræðslu- og menningarráð hefur heimild til að afgreiða eru samhljóða sam­þykkt í ráðinu hefur bæjarstjóri heimild til að láta framkvæma þau. Ef mótatkvæði kemur fram í ráðinu við afgreiðslu máls bíður frekari vinnsla þess afgreiðslu bæjar­stjórnar.

    8. gr.

    Í stað „félagsmálaráðuneytisins“ í 2. mgr. 70. gr. samþykktarinnar kemur: samgöngu­ráðuneytisins.

    9. gr.

    Í stað „félagsmálaráðuneytisins“ 74. gr. samþykktarinnar kemur: samgöngu­ráðuneytisins.

    10. gr.

    Í stað „félagsmálaráðuneytisins“ í 2. mgr. 75 gr. samþykktarinnar kemur: samgöngu­ráðuneytisins.

    Samþykkt þessi, sem bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar hefur sett samkvæmt ákvæðum 10. gr. og 25. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi.

    Samgönguráðuneytinu, 11. júlí 2008.

    F. h. r.

    Hermann Sæmundsson.

    Stefanía Traustadóttir.

    B deild - Útgáfud.: 20. ágúst 2008