Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 289/2012

Nr. 289/2012 22. mars 2012
AUGLÝSING
um (3.) breytingu á gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands nr. 334/2011 fyrir þjónustu sérgreinalækna sem ekki hefur verið samið um.

1. gr.

Í stað orðanna „31. mars 2012“ í 4. gr. koma orðin: 30. september 2012.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á fylgiskjali með gjaldskránni:

a.

Í kafla um hjartalækningar verða eftirfarandi breytingar:

Við bætast eftirtaldir gjaldskrárliðir:

Gj.nr. 61-012-01:

Sólarhrings blóðþrýstingsmæling, viðtal innifalið, 50 einingar.

Gj.nr. 61-013-01:

Spirometria með vitalograf eða sambærilegum spirometer, 6,5 einingar.

Gj.nr. 61-014-01:

Spirometria með flæðilykkju í inn- og útöndun, 9,0 einingar.

 

b.

Í kafla um bæklunarlækningar verða eftirfarandi breytingar:

Heiti læknisverka í gjaldliðum 53-325-01, 53-325-02 og 53-325-03 breytast og orðast svo:

Gj.nr. 53-325-01:

Aðgerð v/óstöðugleika í axlarlið (humeroscapular lið), t.d. bankart, tveir aðgerðarlæknar (læknir 1).

Gj.nr. 53-325-02:

Aðgerð v/óstöðugleika í axlarlið (humeroscapular lið), t.d. bankart, tveir aðgerðarlæknar (læknir 2).

Gj.nr. 53-325-03:

Aðgerð v/óstöðugleika í axlarlið (humeroscapular lið), t.d. bankart, einn aðgerðarlæknir.

 

Við bætast eftirtaldir gjaldskrárliðir:

Gj.nr. 53-310-01:

Aðgerð v/brots á viðbeini (ferskt eða eldra ógróið / falskur liður). Beinflutningur og innri festing innifalinn, 227 einingar. Svæfing/slæving, gj.nr. 53-410-01, 212 einingar.

Gj.nr. 53-312-01:

Staurliðun á ökklalið með liðspeglunartækni. Innri festing og gips innifalin, 315 einingar. Tækjagjald, gj.nr. 53-0TG-25, 50 einingar. Svæfing/slæving, gj.nr. 53-412-01, 295 einingar.

3. gr.

Auglýsing þessi um breytingu á gjaldskrá, sem sett er með stoð í 1. mgr. 38. gr. laga nr. 112/2008 um sjúkratryggingar og reglugerð nr. 333/2011, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. apríl 2012.

Sjúkratryggingum Íslands, 22. mars 2012.

Steingrímur Ari Arason forstjóri.

Kristján Guðjónsson.

B deild - Útgáfud.: 22. mars 2012