Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 921/2012

Nr. 921/2012 31. október 2012
REGLUGERÐ
um (3.) breytingu á reglugerð nr. 978/2011 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1333/2008 um aukefni í matvælum.

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í XII. kafla, II. viðauka skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af II. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 105/2012 frá 16. júní 2012 öðlast eftirfarandi ESB-gerðir gildi hér á landi:

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1129/2011 um breytingu á II. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1333/2008 með því að koma á fót skrá Evrópusambandsins yfir aukefni í matvælum. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 59, frá 18. október 2012, bls. 92.
  2. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1130/2011 um breytingu á III. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1333/2008 um aukefni í matvælum með því að koma á fót skrá Evrópusambandsins yfir aukefni í matvælum sem samþykkt eru til notkunar í aukefnum í matvælum, ensímum í matvælum, bragðefnum í matvælum og næringarefnum. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 54, frá 27. september 2012, bls. 807.
  3. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1131/2011 um breytingu á II. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1333/2008 að því er varðar stevíólglýkósíð. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 54, frá 27. september 2012, bls. 521.

2. gr.

Eftirfarandi viðbætur verða á efnisákvæðum reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1333/2008:

Þrátt fyrir ákvæði vii, a-liðar, 2. tl., 3. gr. telst ammóníumklóríð til matvælaaukefna. Við eftirfarandi matvælaflokka bætist aukefnið ammóníumklóríð (510) með hámarksgildum og takmörkunum eins og hér segir:

Matvælaflokkur

Hámarksgildi

Takmarkanir/undanþágur

5.2.

Annað sælgæti, þ.m.t. smátöflur sem gefa frískandi andardrátt

80 g/kg

 

5.3.

Tyggigúmmí

80 g/kg

 

14.1.4

Bragðbættar drykkjarvörur

25 g/l

Aðeins í drykkjarblöndur ætlaðar til íblöndunar með áfengi

14.2.6

Brenndir drykkir eins og skilgreint er í reglugerð (EB) nr. 110/2008

25 g/l

 

14.2.8

Aðrir áfengir drykkir, þ.m.t. blöndur úr áfengum og óáfengum drykkjum og brenndir drykkir með alkóhólinnihald undir 15%

25 g/l

 

3. gr.

Matvælastofnun og heilbrigðisnefndir sveitarfélaga undir yfirumsjón Matvælastofnunar fara með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar vegna matvælaeftirlits sé framfylgt í samræmi við 6. og 22. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli.

4. gr.

Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt 30. gr., 30. gr. a – 30. gr. e og 31. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli.

5. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 31. gr. a laga nr. 93/1995 um matvæli.

6. gr.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi. Ákvæði II. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1333/2008, eins og henni er breytt með reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1129/2011, gilda frá 1. júní 2013. Jafnframt fellur úr gildi þann 1. júní 2013 reglugerð nr. 285/2002 um aukefni í matvælum.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 31. október 2012.

F. h. r.

Sigurgeir Þorgeirsson.

Eggert Ólafsson.

B deild - Útgáfud.: 31. október 2012