1. gr. Menntamálaráðherra hefur staðfest nýja brautalýsingu og aðalnámskrá í fótaaðgerðafræði, samkvæmt gildandi aðalnámskrá framhaldsskóla, sem birt var með auglýsingu nr. 661/2004, svo sem nánar er fjallað um í auglýsingu þessari. 2. gr. Eftirfarandi brautalýsing í fótaaðgerðafræði er flokkuð með heilbrigðis- og félagsgreinum í aðalnámskrá framhaldsskóla, sbr. auglýsingu nr. 661/2004: Námsbraut í fótaaðgerðafræði (FF) | | 130 ein. |
Markmið brautarinnar er að veita nemendum fræðilegan grunn og faglega verkþjálfun til þess að starfa sem löggiltir fótaaðgerðafræðingar innan heilbrigðis- og félagsþjónustu og á einkastofum. Meðalnámstími er sjö annir í skóla að meðtöldu tólf eininga vinnustaðanámi. Almennar greinar | | | 25 ein. | | Íslenska | ÍSL 102 202 | 4 ein. | | | Erlend tungumál | DAN 102 ENS 102 + 4 ein. | 8 ein. | | | Stærðfræði | STÆ 102 + 2 ein. | 4 ein. | | | Lífsleikni | LKN 103 | 3 ein. | | | Íþróttir | ÍÞR 101 111 201 211 + 2 ein. | 6 ein. | | | | | | | Almennar sérgreinar | | | 93 ein. | | Fætur og fótamein | FOF 103 | 3 ein. | | | Félagsfræði | FÉL 123 | 3 ein. | | | Fótaaðgerðafræði | FÓT 103 203 303 | 9 ein. | | | Heilbrigðisfræði | HBF 103 | 3 ein. | | | Hlífðarmeðferð | HMF 103 203 303 | 9 ein. | | | Íslenska heilbrigðiskerfið | ÍHK 102 | 2 ein. | | | Lífaflsfræði | LAF 103 | 3 ein. | | | Líffæra- og lífeðlisfræði | LOL 103 203 213 | 9 ein. | | | Líkamsbeiting | LÍB 101 | 1 ein. | | | Lyf og efni | LYF 133 | 3 ein. | | | Meðferðafræði fóta | MFÓ 103 203 303 | 9 ein. | | | Næringarfræði | NÆR 103 | 3 ein. | | | Náttúrufræði | NÁT 103 123 | 6 ein. | | | Sálfræði | SÁL 123 | 3 ein. | | | Samskipti | SAM 103 | 3 ein. | | | Siðfræði | SIÐ 102 | 2 ein. | | | Sjúkdómafræði | SJÚ 103 203 213 | 9 ein. | | | Skyndihjálp | SKY 101 | 1 ein. | | | Spangartækni | SPT 101 | 1 ein. | | | Sýklafræði | SÝK 103 | 3 ein. | | | Upplýsingaleit og fagmál | | | | | heilbrigðisstétta | UFH 102 | 2 ein. | | | Upplýsingatækni | UTN 103 | 3 ein. | | | Öldrunarferli | ÖLD 103 | 3 ein. | | | | | | | Vinnustaðanám | FF9 103 203 213 223 | | 12 ein. |
3. gr. Auglýsing þessi öðlast þegar gildi. Menntamálaráðuneytinu, 3. desember 2007. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Guðmundur Árnason. |