Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 179/2011

Nr. 179/2011 23. desember 2011
LÖG
um breytingu á lögum um fjarskiptasjóð, nr. 132/2005, með síðari breytingum (framlenging gildistíma o.fl.).

FORSETI ÍSLANDS
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

1. gr.
    1. mgr. 3. gr. laganna orðast svo:
    Ráðherra skipar þrjá menn í stjórn fjarskiptasjóðs, þar af formann og varaformann, auk varamanna. Skipunin gildir til þriggja ára í senn.

2. gr.
    2. mgr. 5. gr. laganna orðast svo:
    Ríkisendurskoðun annast árlega endurskoðun reikninga sjóðsins.
    
3. gr.
    Við 6. gr. laganna bætist ný málsgrein sem orðast svo:
    Tekjur ríkissjóðs sem til eru komnar vegna gjalda fyrir afnot af tíðnum, sem lögð eru á samkvæmt heimild í lögum um fjarskipti, nr. 81/2003, skulu renna í fjarskiptasjóð.

4. gr.
    Orðin „og allan kostnað Póst- og fjarskiptastofnunar af starfsemi sem tengist verkefnum sjóðsins“ í 7. gr. laganna falla brott.

5. gr.
    Síðari málsliður 9. gr. laganna orðast svo: Lög þessi falla úr gildi í árslok árið 2016, inneign sjóðsins eftir uppgjör verkefna við þau tímamót rennur í ríkissjóð.

6. gr.
    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Gjört á Bessastöðum, 23. desember 2011.

Ólafur Ragnar Grímsson.
(L. S.)

Ögmundur Jónasson.

A deild - Útgáfud.: 29. desember 2011