FORSETI ÍSLANDS gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu: 1. gr.
Í stað 2. og 3. málsl. 2. mgr. 11. gr. laganna koma þrír nýir málsliðir, svohljóðandi: Í stað tíu gjalddaga skulu gjalddagar einstaklinga vera 1. ágúst, 1. september og 1. október. Gjalddagi lögaðila er 1. nóvember. Dragist framlagning álagningarskrár fram yfir 1. ágúst eða 1. nóvember færast gjalddagar til um einn mánuð.
2. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
Gjört á Bessastöðum, 31. júlí 2009. Ólafur Ragnar Grímsson. (L. S.) Katrín Jakobsdóttir. |