Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1269/2011

Nr. 1269/2011 22. desember 2011
REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð um Framkvæmdasjóð aldraðra, nr. 1/2011.

1. gr.

g-liður 5. gr. fellur brott.

2. gr.

Við reglugerðina bætist ný 6. gr. Önnur greinanúmer breytast samkvæmt því.

Fyrirsögn nýrrar 6. gr. verður: Framlag til húsaleigu.

Ný 6. gr. orðast svo:

Framkvæmdasjóði aldraðra er heimilt að greiða þann hluta húsaleigu sem telst stofnkostnaður vegna leigu á hjúkrunarheimili fyrir aldraða, sbr. 3. mgr. 9. gr. laga nr. 125/1999.

3. gr.

6. gr. (verður 7. gr.) orðast svo:

Framlag úr Framkvæmdasjóði aldraðra telst ríkisframlag.

Sé framlags ekki vitjað innan tveggja ára frá dagsetningu tilkynningar um styrk fellur það niður.

Framlag úr Framkvæmdasjóði aldraðra verður ekki veitt til verka sem þegar eru hafin eða eru fullunnin.

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 12. gr. laga nr. 125/1999, um málefni aldraðra, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. janúar 2012.

Velferðarráðuneytinu, 22. desember 2011.

Guðbjartur Hannesson.

Bryndís Þorvaldsdóttir.

B deild - Útgáfud.: 30. desember 2011