Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og Iðnfræðingafélag Íslands hafa komið sér saman um að miða við eftirfarandi reglur við mat á umsóknum um leyfi til að kalla sig iðnfræðing, sbr. 1.-3. gr. laga nr. 8/1996, um löggildingu nokkurra starfsheita sérfræðinga í tækni- og hönnunargreinum, með síðari breytingum. 1. gr. Reglur þessar gilda um mat á umsóknum um leyfi til að nota starfsheitið iðnfræðingur. Iðnfræðingafélag Íslands er umsagnaraðili um hvort nám umsækjanda sé fullnaðarmenntun í iðnfræði. 2. gr. Sækja skal um leyfi til að kalla sig iðnfræðing til þess ráðuneytis sem fer með lög um löggildingu nokkurra starfsheita sérfræðinga í tækni- og hönnunargreinum, nr. 8/1996. Umsókninni skal fylgja staðfest yfirlit yfir námsferil (einkunnir), frumrit af prófskírteinum eða staðfest ljósrit frá viðkomandi skóla og frumrit eða staðfest ljósrit af sveinsbréfi eða meistarabréfi. Ráðuneytið sendir umsóknir um leyfi til að kalla sig iðnfræðing til umsagnar Iðnfræðingafélags Íslands (IFÍ). 3. gr. Stjórn IFÍ fjallar um allar umsóknir sem félaginu berast frá ráðuneytinu og sendir ráðuneytinu umsögn sína. Stjórnin skal leitast við að svara erindum frá ráðuneytinu svo skjótt sem verða má og eigi síðar en tveimur mánuðum eftir að erindi, ásamt fullnægjandi fylgigögnum, berast. Séu fylgigögn ófullnægjandi skal stjórnin samstundis upplýsa ráðuneytið um að umsókn sé ábótavant og útskýra hvaða gögn vanti. 4. gr. Stjórn IFÍ leggur hlutlaust mat á umsóknir þær sem henni berast. Mat stjórnar IFÍ byggist á kröfum félagsins til menntunar umsækjanda. Stjórnin skal mæla með því við ráðuneyti að umsækjandi fái leyfi ráðherra til að kalla sig iðnfræðing ef eftirfarandi skilyrðum er fullnægt: Lokið er með prófgráðu námi, sem hefur verið stundað í iðnfræði við menntastofnun á háskólastigi sem stjórn telur færa um að veita fullnægjandi menntun á viðkomandi sérsviði. Prófgráðan skal að námslengd og samsetningu náms uppfylla eftirfarandi lágmarkskröfur (hver eining svarar til einnar viku í fullu námi): a) | Undirstaða fyrir iðnfræðinám | Sveinspróf í iðngrein | b) | Bóklegt nám umfram sveinspróf (í framhaldsskóla eða frumgreinadeild háskóla) | 12 ein. tungumál (ísl, ens, dan) 12 ein. raungr. (stæ, eðl, efn) | c) | Rekstrargreinar iðnfræðináms | 9e (18 ECTS) | d) | Tæknigreinar iðnfræðináms | 36e (72 ECTS) | | Lágmark | 45e (90 ECTS) |
Eftirtaldir námstitlar teljast uppfylla framangreind skilyrði: Land | Námstitill | Skóli | Ísland Ísland Ísland | Diploma í byggingaiðnfræði Diploma í rafiðnfræði Diploma í véliðnfræði | Háskólinn í Reykjavík Háskólinn í Reykjavík Háskólinn í Reykjavík |
Annað nám skal metið af stjórn IFÍ skv. 1. og 2. mgr. 5. gr. Stjórn IFÍ tilkynnir formanni félagsins umsögn sína. 6. gr. Ef umsögn stjórnar er jákvæð ber formanni IFÍ að mæla með því við ráðherra, að umsækjandi fái leyfi ráðherra til að kalla sig iðnfræðing. Ef umsögn stjórnar er neikvæð ber formanni að mæla gegn því að umsækjandi fái leyfi ráðherra til að kalla sig iðnfræðing. Telji stjórnin að synja beri umsækjanda um leyfi skal rökstyðja þá ákvörðun. 7. gr. Formaður IFÍ tilkynnir ráðuneytinu hverja afgreiðslu umsóknin hefur hlotið. 8. gr. Reglur þessar voru samþykktar samhljóða á aðalfundi IFÍ þann 23. apríl 2013. 9. gr. Reglur þessar eru settar á grundvelli 3. gr. laga nr. 8/1996, um löggildingu nokkurra starfsheita sérfræðinga í tækni- og hönnunargreinum og öðlast gildi við birtingu í Stjórnartíðindum. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 26. apríl 2013. F. h. r. Valgerður Rún Benediktsdóttir. Hreinn Hrafnkelsson. |