1. gr. Nýr töluliður bætist við 5. gr. gjaldskrárinnar og verður töluliður 5.2. og orðast svo: Gjald fyrir skráningu á kennimerki viðfangs undir landaboga kr. 16.000 2. gr. Töluliður 6.8. í 6. gr. breytist og orðast svo: Gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari gjaldfalla við útgáfu reiknings. Eindagi er 30 dögum eftir gjalddaga. 3. gr. Gjaldskrá þessi, sem sett er samkvæmt 12. mgr. 14. gr. laga nr. 69/2003 um Póst- og fjarskiptastofnun með síðari breytingum, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli. Samgönguráðuneytinu, 11. maí 2007. Sturla Böðvarsson. Ragnhildur Hjaltadóttir. |