Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 926/2011

Nr. 926/2011 5. október 2011
GJALDSKRÁ
Sjúkratrygginga Íslands fyrir tæknifrjóvgun sem ekki hefur verið samið um.

1. gr.

Sjúkratryggingar Íslands endurgreiða kostnað vegna tæknifrjóvgunar samkvæmt gjald­skrá þessari, sbr. reglugerð nr. 917/2011 um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði við tækni­frjóvganir sem veittar eru án samnings við Sjúkratryggingar Íslands, sbr. IV. kafla laga nr. 112/2008 um sjúkratryggingar.

2. gr.

Ef verð þjónustu er lægra en skv. gjaldskrá þessari skal endurgreiðslan miðuð við verð þjónustunnar.

3. gr.

Endurgreiðsla Sjúkratrygginga Íslands reiknast út frá eftirfarandi gjaldskrá (heildarverð):

Fyrir par sem ekki á barn saman / einhleypa konu sem á ekki barn:

Gjaldskrárnr.

Heiti læknisverks

Krónur

Glasafrjóvgun (IVF), fyrsta meðferð

57-060-01

fyrri hluti

62.872

57-060-02

seinni hluti

251.488

Glasafrjóvgun (IVF), önnur til fjórða meðferð

57-060-03

fyrri hluti

62.872

57-060-04

seinni hluti

251.488

Smásjárfrjóvgun (ICSI), fyrsta meðferð

57-061-01

fyrri hluti

75.338

57-061-02

seinni hluti

301.352

Smásjárfrjóvgun (ICSI), önnur til fjórða meðferð

57-061-03

fyrri hluti

75.338

57-061-04

seinni hluti

301.352

Fyrir par sem á eitt barn saman / einhleypa konu sem á eitt barn:

Gjaldskrárnr.

Heiti læknisverks

Krónur

Glasafrjóvgun (IVF), fyrsta meðferð

57-060-05

fyrri hluti

62.872

57-060-06

seinni hluti

251.488

Glasafrjóvgun (IVF), önnur til fjórða meðferð

57-060-07

fyrri hluti

62.872

57-060-08

seinni hluti

251.488

Smásjárfrjóvgun (ICSI), fyrsta meðferð

57-061-05

fyrri hluti

75.338

57-061-06

seinni hluti

301.352

Smásjárfrjóvgun (ICSI), önnur til fjórða meðferð

57-061-07

fyrri hluti

75.338

57-061-08

seinni hluti

301.352

Ef ekki er unnt að ljúka meðferð, sem hafin er, skal miðað við að 20% meðferðarinnar (þ.e. fyrri hluta), sbr. ofangreinda gjaldskrá, sé lokið.

Innifalið í meðferð skv. ofangreindum gjaldskrárliðum teljast eftir því sem við á skoðanir og viðtöl sérfræðinga, mælingar á b-HCG og nauðsynleg lyf vegna meðferðarinnar, þó ekki örvunarlyf eggjastokka.

4. gr.

Gjaldskrá þessi, sem sett er með stoð í 1. mgr. 38. gr. laga nr. 112/2008, um sjúkra­tryggingar, og reglugerð nr. 917/2011, um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði við tækni­frjóvganir sem veittar eru án samnings við Sjúkratryggingar Íslands, öðlast þegar gildi og tekur til þjónustu sem veitt er á tímabilinu 1. október til 31. desember 2011.

Sjúkratryggingum Íslands, 6. október 2011.

Steingrímur Ari Arason.

Kristján Guðjónsson.

B deild - Útgáfud.: 7. október 2011