Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Leiðréttingar:

Leiðrétt 26. febrúar 2010:
HTML texti: Í stað „REGUGERГ í fyrirsögn komi: REGLUGERÐ.


Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 56/2009

Nr. 56/2009 24. janúar 2009

REGUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 873/2001, um lánveitingar til leiguíbúða, ráðstöfun þeirra og rekstur.

1. gr.

Á eftir 31. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein sem orðast svo ásamt fyrirsögn:

Heimild til veðlánaflutnings milli leiguíbúða.

Íbúðalánasjóður getur heimilað veðlánaflutning láns til leiguíbúða milli leiguíbúða í eigu sama lántaka; félags, félagasamtaka eða sveitarfélags. Skilyrði fyrir veðlánaflutningi er að veðstaða láns eftir veðlánaflutning uppfylli reglur sjóðsins um lánveitingar til leiguíbúða eða uppfylli frekari skilyrði samkvæmt reglum sem stjórn Íbúðalánasjóðs kann að setja. Einnig að starfsemi falli að öllu leyti að ákvæðum laga og reglna sem um hana gilda.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 1. mgr. 34. gr., 3. mgr. 35. gr., 1. og 3. mgr. 37. gr., 5. mgr. 38. gr., 39. gr. og 50. gr. laga um húsnæðismál, öðlast þegar gildi.

Félags- og tryggingamálaráðuneytinu, 24. janúar 2009.

Jóhanna Sigurðardóttir.

Ágúst Geir Ágústsson.


B deild - Útgáfud.: 27. janúar 2009