1. gr. Við 1. gr. auglýsingarinnar bætist nýr 21. töluliður, síðari töluliðir breyta um númer samkvæmt því þannig að fyrri 21. töluliður verður 22. töluliður o.s.frv. Nýr 21. töluliður orðast svo: Reyðarfjarðarlína: Úr Reyðarfirði upp með þjóðvegi og þaðan upp í Áreyjatind. Úr Áreyjatindi í Sandfell þaðan niður í Gilsá í Grímsá. Grímsá í mörk Vaðs og Geirólfsstaða og þaðan yfir í Hallormsstaðargirðingar í Gilsá í Gilsárdal í Löginn. 2. gr. Við auglýsinguna bætist eftirfarandi viðauki: VIÐAUKI Samkvæmt ofangreindum varnarlínum í 1. gr. verða til eftirfarandi varnarsvæði: | Varnarsvæði | Varnarlínur | 1 | Landnámshólf | Hvalfjarðarlína (4) að norðan – Sogs- og Bláskógalína (2) að austan – Hvítárlína (1) að sunnan | 2 | Vesturlandshólf | Hvammsfjarðarlína (6) að norðan – Tvídægrulína (9) að austan – Hvalfjarðarlína (4) að sunnan – Snæfellslína (5) að vestan | 3 | Snæfellsneshólf | Snæfellslína (5) | 4 | Dalahólf | Gilsfjarðarlína (7) að norðan – Hvammsfjarðarlína (6) að sunnan | 5 | Vestfjarðahólf eystra | Kollafjarðarlína (8) að vestan – Gilsfjarðarlína (7) að sunnan | 6 | Vestfjarðahólf vestra | Kollafjarðarlína (8) | 7 | Miðfjarðarhólf | Hvammsfjarðarlína (6) að norðan – Tvídægrulína (9) að vestan – Miðfjarðarlína (10) að austan | 8 | Vatnsnesshólf | Miðfjarðarlína (10) að sunnan – Vatnsneslína (11) að austan | 9 | Húnahólf | Vatnsneslína (11), Miðfjarðarlína (10) og Tvídægrulína (9) að vestan – Kjalarlína (12) að sunnan – Blöndulína (13) að austan | 10 | Skagahólf | Kjalarlína (12) að sunnan – Blöndulína (13) að vestan – Héraðsvatnalína (14) að austan | 11 | Tröllaskagahólf | Héraðsvatnalína (14) að vestan – Eyjafjarðarlína (15) að austan | 12 | Grímseyjarhólf | Grímsey | 13 | Eyjafjarðarhólf | Eyjafjarðarlína (15) að vestan – Skjálfandalína (17) að austan – Sprengisandslína (16) að sunnan | 14 | Skjálfandahólf | Skjálfandalína (17) að vestan – Fjallalína (18) að austan | 15 | Norðausturhólf | Fjallalína (18) að vestan – Jökuldalslína (19) að austan | 16 | Héraðshólf | Jökuldalslína (19) að vestan – Lagarfljótslína (20) að austan | 17 | Austfjarðahólf | Lagarfljótslína (20) að vestan – Reyðarfjarðarlína (21) að sunnan | 18 | Suðurfjarðahólf | Lagarfljótslína (20) að vestan – Reyðarfjarðarlína (21) að norðan – Hamarsfjarðarlína (22) að sunnan | 19 | Suðausturlandshólf | Hamarsfjarðarlína (22) að norðan – Breiðamerkursandslína (23) að vestan | 20 | Öræfahólf | Breiðamerkursandslína (23) að austan – Skeiðarársandslína (24) að vestan | 21 | Eyjafjalla- og Vestur-Skaftafellssýsluhólf | Skeiðarársandslína (24) að austan – Markarfljótslína (26) að vestan – Tungnárlína (25) að norðan | 22 | Rangárvallahólf | Markarfljótslína (26) og Tungnárlína (25) að austan – Þjórsárlína (27) að vestan – Sprengisandslína (16) að norðan | 23 | Hreppa-, Skeiða- og Flóahólf | Þjórsárlína (27) að austan – Hvítárlína (1) að vestan | 24 | Biskupstungnahólf | Hvítárlína (1) að austan – Brúarárlína (3) að vestan – Kjalarlína (12) að norðan | 25 | Grímsnes- og Laugardalshólf | Brúarárlína (3) að austan – Hvítárlína (1) að sunnan og Sogs- og Bláskógalína (2) að vestan | 26 | Vestmannaeyjahólf | Vestmannaeyjar |
3. gr. Auglýsing þessi er sett með stoð í lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Auglýsingin tekur þegar gildi. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 27. október 2010. F. h. r. Sigurgeir Þorgeirsson. Arnór Snæbjörnsson. |