1. gr. Reglugerð þessi er sett vegna gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar nr. 1787/2006 frá 4. desember 2006 um breytingu á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 809/2004 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2003/71/EB að því er varðar upplýsingar í lýsingum, svo og framsetningu þeirra, upplýsingar felldar inn með tilvísun, og birtingu lýsinganna, svo og dreifingu auglýsinga. 2. gr. Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 1787/2006 um breytingu á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 809/2004 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2003/71/EB að því er varðar upplýsingar í lýsingum, svo og framsetningu þeirra, upplýsingar felldar inn með tilvísun, og birtingu lýsinganna, svo og dreifingu auglýsinga, merkt fylgiskjal I með reglugerð þessari. Ef ósamræmi er á milli íslensks og ensks texta reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar nr. 1787/2006 skal skýra íslenska textann með hliðsjón af enska textanum. 3. gr. Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 73. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 33/2003, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi. Um leið fellur úr gildi 35. gr. í fylgiskjali I með reglugerð nr. 243/2006. Viðskiptaráðuneytinu, 1. mars 2007. Jón Sigurðsson. Kristján Skarphéðinsson. Fylgiskjal. (sjá PDF-skjal) |