Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 796/2010

Nr. 796/2010 5. október 2010
SAMÞYKKT
um breytingu á samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Árborgar og fundarsköp bæjarstjórnar nr. 599/2009.

1. gr.

1. gr. samþykktarinnar breytist og verður svohljóðandi:

Stjórn Sveitarfélagsins Árborgar nefnist bæjarstjórn og er skipuð sjö bæjarfulltrúum kjörnum skv. lögum um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998, sbr. 8. og 12. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998.

2. gr.

B-hluti 58. gr. samþykktarinnar verður svohljóðandi:

B. Til fjögurra ára. Á fyrsta eða öðrum fundi að loknum bæjarstjórnarkosningum skulu eftirtaldar fastanefndir kosnar:

 

1)

Félagsmálanefnd. Fimm fulltrúar og fimm til vara skv. gildandi lögum og erindis­bréfi fyrir nefndina.

 

2)

Íþrótta- og æskulýðsnefnd. Þrír fulltrúar og þrír til vara skv. gildandi erindis­bréfi fyrir nefndina.

 

3)

Fræðslunefnd. Fimm fulltrúar og fimm til vara skv. gildandi lögum og erindis­bréfi fyrir nefndina.

 

4)

Menningarnefnd. Þrír fulltrúar og þrír til vara skv. gildandi erindisbréfi fyrir nefndina.

 

5)

Skipulags- og byggingarnefnd. Fimm fulltrúar og fimm til vara skv. erindisbréfi fyrir nefndina.

 

6)

Framkvæmda- og veitustjórn. Fimm fulltrúar og fimm til vara skv. gildandi lögum og erindisbréfi fyrir hana.

 

7)

Kjaranefnd. Þrír fulltrúar og þrír til vara skv. gildandi lögum og erindisbréfi fyrir nefndina.

Bæjarstjórn getur ákveðið að heimila setu áheyrnarfulltrúa með málfrelsi og tillögurétt í framangreindum nefndum.

3. gr.

Eftirfarandi breyting verður á 1. ml. 64. gr. samþykktarinnar:

Bæjarstjórn ræður framkvæmdastjóra sveitarfélagsins.

4. gr.

Í stað orðsins „bæjarstjóri“ þar sem það kemur fyrir í samþykktinni skulu koma orðin: „framkvæmdastjóri sveitarfélagsins“ í viðeigandi falli.

Samþykkt þessi sem bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar hefur gert samkvæmt 10. og 25. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 staðfestist hér til að öðlast þegar gildi.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 5. október 2010.

F. h. r.

Stefanía Traustadóttir.

Hjördís Stefánsdóttir.

B deild - Útgáfud.: 20. október 2010