1. gr. Með vísan til 2. og 3. gr. reglugerðar nr. 999 frá 17. desember 2010 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2010/2011 staðfestir ráðuneytið sérstök skilyrði vegna úthlutunar aflaheimilda í eftirfarandi sveitarfélögum: Bolungarvík. Ákvæði reglugerðar nr. 999 frá 17. desember 2010 gilda um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2010/2011 fyrir Bolungarvík með eftirfarandi viðauka/breytingum: | a) | a-liður 1. gr. breytist þannig: Hafa leyfi til veiða í atvinnuskyni, sbr. 4. gr. laga nr. 116/2006 eða frístundaveiðileyfi skv. 2. tl. 3. mgr. 6. gr. sömu laga, við lok umsóknarfrests. |
Strandabyggð. Ákvæði reglugerðar nr. 999 frá 17. desember 2010 gilda um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2010/2011 fyrir Hólmavík með eftirfarandi viðauka/breytingum: | a) | Skipta skal helmingi úthlutaðs byggðakvóta, 50 þorskígildistonnum, jafnt milli þeirra báta/skipa sem uppfylla skilyrði 1. gr. reglugerðarinnar, en 50 þorskígildistonnum skal skipt samkvæmt ákvæði 4. gr. reglugerðarinnar, enda uppfylli þeir skilyrði 1. gr. reglugerðarinnar. Bátar/skip eiga rétt á úthlutun úr báðum úthlutunarpottum. |
Grýtubakkahreppur. Ákvæði reglugerðar nr. 999 frá 17. desember 2010 gilda um úthlutun byggðakvóta Grýtubakkahrepps með eftirfarandi viðauka/breytingum: Byggðakvóta Grenivíkur 182 þorskígildistonnum skal skipta þannig: | a) | c-liður 1. gr. reglugerðarinnar fellur niður. | | b) | 60 þorskígildistonnum skal skipta jafnt milli fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr. reglugerðarinnar eftir breytingu. | | c) | 122 þorskígildistonnum verði skipt hlutfallslega á þau sömu skip miðað við úthlutað aflamark á grundvelli aflahlutdeildar í bolfiski 1. september 2010 í þorskígildum talið. |
Kaldrananeshreppur. Ákvæði reglugerðar nr. 999 frá 17. desember 2010 gilda um úthlutun byggðakvóta Drangsness með eftirfarandi viðauka/breytingum: | a) | 6. gr. reglugerðarinnar breytist þannig: Fiskiskipum er skylt að landa til vinnslu innan byggðarlagsins afla sem nemur, í þorskígildum talið, jöfnu magni þess aflamarks sem þau fá úthlutað o.s.frv. |
Blönduóssbær. Ákvæði reglugerðar nr. 999 frá 17. desember 2010 gilda um úthlutun byggðakvóta Blönduóssbæjar með eftirfarandi viðauka/breytingum: | a) | Ákvæði 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: ... miðað við landaðan afla í þorskígildum talið á tímabilinu 1. september 2009 til 31. ágúst 2010 ... o. s. frv. | | b) | Skipta skal 60% úthlutaðs byggðakvóta, jafnt milli umsækjenda sem uppfylla skilyrði 1. gr. reglugerðarinnar, en 40% skal skipt samkvæmt ákvæði 4. gr. reglugerðarinnar eftir breytingu hennar. |
2. gr. Auglýsing þessi, sem birt er samkvæmt heimild í 5. mgr. 10. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 27. janúar 2011. F. h. r. Arndís Á. Steinþórsdóttir. Hinrik Greipsson. |