1. gr. Fyrir athugun Fjármálaeftirlitsins á útboðslýsingu vegna almenns útboðs verðbréfa, sbr. 3. mgr. 26. gr. IV. kafla laga nr. 33/2003 um verðbréfaviðskipti, skal greiða þóknun samkvæmt gjaldskrá þessari. 2. gr. Fyrir athugun á útboðslýsingu skal greiða tímagjald sem nemur kr. 9.000. 3. gr. Að lokinni athugun og gegn greiðslu kostnaðar afhendist verkbeiðanda útboðslýsing ásamt staðfestingu. Sé hætt við útboð eftir að athugun á útboðslýsingu er hafin, greiðir verkbeiðandi áfallinn kostnað samkvæmt reikningi. 4. gr. Gjaldskrá þessi, sem samþykkt er af stjórn Fjármálaeftirlitsins, sbr. 3. mgr. 26. gr. laga nr. 33/2003, öðlast gildi við birtingu. Fjármálaeftirlitinu, 24. nóvember 2005. Jónas Fr. Jónsson. Ragnar Hafliðason. |