1. gr. 8. gr. reglnanna breytist og verður svohljóðandi: Takmörkun á inntöku nemenda í námsgreinar matvæla- og næringarfræðideildar. Fjöldi nemenda á vormisseri 1. námsárs til BS-prófs í næringarfræði takmarkast við töluna 30. Þær námsgreinar sem kenndar eru á 1. misseri í BS-námi í næringarfræði gilda sem samkeppnispróf. Við val nemenda verður meðaleinkunn þeirra lögð til grundvallar við fjöldatakmörkun. 2. gr. Núverandi 8. gr. og 9. gr. reglnanna verða nr. 9 og 10. 3. gr. Gildistaka. Reglur þessar eru settar af háskólaráði skv. heimild í 3. mgr. 11. gr. laga nr. 85/2008, um opinbera háskóla og öðlast þegar gildi. Háskóla Íslands, 6. apríl 2009. Kristín Ingólfsdóttir. Þórður Kristinsson. |