Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 136/2008

Nr. 136/2008 11. desember 2008
LÖG
um breyting á lögum nr. 96/1995, um gjald af áfengi og tóbaki, með síðari breytingum.

FORSETI ÍSLANDS
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

1. gr.
    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 3. gr. laganna:
    a.    Í stað fjárhæðarinnar „58,70 kr.“ í 1. tölul. kemur: 66,04 kr.
    b.    Í stað fjárhæðarinnar „52,80 kr.“ í 2. tölul. kemur: 59,40 kr.
    c.    Í stað fjárhæðarinnar „70,78 kr.“ í 3. tölul. kemur: 79,63 kr.

2. gr.
    Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 9. gr. laganna:
    a.    Í stað fjárhæðarinnar „228,46 kr.“ í 1. tölul. kemur: 257,02 kr.
    b.    Í stað fjárhæðarinnar „2,70 kr.“ í 2. tölul. kemur: 3,04 kr.
    c.    Í stað fjárhæðarinnar „8,17 kr.“ í 3. tölul. kemur: 9,19 kr.

3. gr.
    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 10. gr. laganna:
    a.    Í stað fjárhæðarinnar „286,97 kr.“ í 1. tölul. kemur: 322,84 kr.
    b.    Í stað fjárhæðarinnar „14,34 kr.“ í 2. tölul. kemur: 16,13 kr.

4. gr.
    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Gjört á Bessastöðum, 11. desember 2008.

Ólafur Ragnar Grímsson.
(L. S.)

Árni M. Mathiesen.

A deild - Útgáfud.: 11. desember 2008