Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 737/2009

Nr. 737/2009 12. ágúst 2009
REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 752/2007 um úttektir á öryggi loftfara með síðari breytingum.

1. gr.

Viðauki við reglugerð þessa skal koma í stað viðauka III við reglugerð nr. 752/2007 með síðari breytingum.

2. gr.

Við 1. mgr. 15. gr. bætist nýr stafliður, sem orðast svo:

  1. Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2008/49/EB frá 16. apríl 2008 um breytingu á viðauka II við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/36/EB að því er varðar viðmiðanir fyrir framkvæmd skoðana á hlaði á loftförum sem nota flugvelli Bandalagsins, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka EES-samningsins, bókun 1, um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 5. gr., 27. gr., sbr. 145. gr. laga um loft­ferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum og 12. gr. laga um Flugmálastjórn Íslands nr. 100/2006 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Samgönguráðuneytinu, 12. ágúst 2009.

Kristján L. Möller.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

VIÐAUKI
(sjá PDF-skjal)

B deild - Útgáfud.: 1. september 2009