1. gr. Með vísan til 2. og 3. gr. reglugerðar nr. 999 frá 17. desember 2010 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2010/2011 staðfestir ráðuneytið sérstök skilyrði vegna úthlutunar aflaheimilda í eftirfarandi sveitarfélögum: Sveitarfélagið Árborg. Ákvæði reglugerðar nr. 999 frá 17. desember 2010 gilda um úthlutun byggðakvóta Eyrarbakka og Stokkseyrar með eftirfarandi viðauka/breytingum: | a) | 4. gr. reglugerðarinnar breytist þannig: Úthlutun aflamarks samkvæmt reglugerð þessari skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglum um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal úthlutað hlutfallslega af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við landaðan afla í þorskígildum talið á tímabilinu 1. september 2009 til 31. ágúst 2010. | | b) | Upphaf 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar verður: Fiskiskipum er skylt að landa afla sem nemur, í þorskígildum talið, tvöföldu magni þess aflamarks sem þau fá úthlutað samkvæmt reglugerð þessari og skal úthlutun til þeirra ekki fara fram nema að því leyti sem það skilyrði er uppfyllt samkvæmt vigtunarskýrslum sem borist hafa Fiskistofu. Einnig er það skilyrði fyrir úthlutun að ekki hafi verið flutt meira aflamark í þorskígildum talið á fiskveiðiárinu 2010/2011 frá viðkomandi fiskiskipum en flutt hefur verið til þeirra þegar afhending aflamarks á sér stað. | | | Brott fellur setningin: Afla sem boðinn er upp á fiskmarkaði telst ekki hafa verið landað til vinnslu samkvæmt þessari grein. |
Árneshreppur. Ákvæði reglugerðar nr. 999 frá 17. desember 2010 gilda um úthlutun byggðakvóta Árneshrepps með eftirfarandi viðauka/breytingum: | a) | Byggðakvóta Árneshrepps 15 þorskígildistonnum skal skipta jafnt á milli fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr. reglugerðarinnar. | | b) | 6. gr. reglugerðarinnar breytist þannig: Fiskiskipum er skylt að landa innan byggðarlagsins afla sem nemur, í þorskígildum talið, tvöföldu magni þess aflamarks sem þau fá úthlutað ... o.s.frv. |
Húnaþing vestra. Ákvæði reglugerðar nr. 999 frá 17. desember 2010 gilda um úthlutun byggðakvóta Húnaþings vestra með eftirfarandi viðauka/breytingum: | a) | Byggðakvóta Húnaþings vestra verður skipt milli þeirra fiskiskipa sem gerð eru út frá Hvammstanga og fengið hafa úthlutun samkvæmt reglugerð nr. 675/2009 vegna aflabrests á rækju í innanverðum Húnaflóa og uppfylla ákvæði reglugerðar nr. 999/2010 að öðru leyti. Skipting er eftirfarandi: 35% er skipt jafnt milli ofangreindra skipa og 65% milli ofangreindra skipa þannig að til viðmiðunar verði löndunarhæsta ár útgerðar í Hvammstangahöfn í þorskígildum talið. Viðmiðunarárin eru 3 síðustu fiskveiðiár, nú 2007/2008, 2008/2009 og 2009/2010. | | b) | Vinnsluskylda samkvæmt 6. gr. reglugerðarinnar er felld niður og breytist þar með 6. gr. þannig: Fiskiskipum er skylt að landa innan byggðarlagsins afla sem nemur, í þorskígildum talið, tvöföldu magni þess aflamarks sem þau fá úthlutað ... o.s.frv. |
Dalvíkurbyggð. Ákvæði reglugerðar nr. 999 frá 17. desember 2010 gilda um úthlutun byggðakvóta Dalvíkurbyggðar með eftirfarandi viðauka/breytingum: | a) | Ákvæði 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: ... miðað við landaðan afla, í þorskígildum talið, innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2009 til 31. ágúst 2010. | | b) | Upphaf 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa til vinnslu innan sveitarfélagsins afla sem nemur, ... o.s.frv. |
Snæfellsbær. Ákvæði reglugerðar nr. 999 frá 17. desember 2010 gilda um úthlutun byggðakvóta Snæfellsbæjar með eftirfarandi viðauka/breytingum: | a) | Ákvæði c-liðar 1. gr. breytist og verður: Eru í eigu eða leigu einstaklinga eða lögaðila með heimilisfang í sveitarfélaginu 1. desember 2010. | | b) | Ákvæði 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: ... miðað við landaðan afla, í þorskígildum talið, innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2009 til 31. ágúst 2010. | | c) | Upphaf 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu ... o.s.frv. |
Breiðdalshreppur. Ákvæði reglugerðar nr. 999 frá 17. desember 2010 gilda um úthlutun byggðakvóta Breiðdalsvíkur með eftirfarandi viðauka/breytingum: | a) | Upphaf 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar verður: Fiskiskipum er skylt að landa innan byggðarlagsins á tímabilinu ... o.s.frv. | | b) | Brott fellur setningin: Afla sem boðinn er upp á fiskmarkaði telst ekki hafa verið landað til vinnslu samkvæmt þessari grein. |
Fjarðabyggð. Ákvæði reglugerðar nr. 999 frá 17. desember 2010 gilda um úthlutun byggðakvóta Fjarðabyggðar með eftirfarandi viðauka/breytingum: | a) | Ákvæði b-liðar 1. gr. breytist og verður: Eru skráð í viðkomandi byggðarlagi 13. janúar 2011. | | b) | Ákvæði c-liðar 1. gr. breytist og verður: Eru í eigu eða leigu einstaklinga eða lögaðila með heimilisfang í sveitarfélaginu 13. janúar 2011. | | c) | Ákvæði 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Þriðjungi byggðakvóta í Fjarðabyggð verði skipt jafnt milli þeirra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr. reglugerðarinnar. Tveimur þriðju hlutum byggðakvótans í Fjarðabyggð verði skipt milli þeirra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr. reglugerðarinnar, í hlutfalli við landaðan afla hlutaðeigandi fiskiskips, í þorskígildum talið, í viðkomandi byggðarlagi á tímabilinu 1. september 2009 til 31. ágúst 2010. | | d) | Upphaf 1. mgr. 6. gr. breytist og verður: Fiskiskip skulu hafa landað til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. júlí 2010 til 31. ágúst 2011 afla sem nemur, í þorskígildum talið, jöfnu magni þess aflamarks sem þau fá úthlutað ... o.s.frv. |
Akureyrarbær. Hrísey. Ákvæði reglugerðar nr. 999 frá 17. desember 2010 gilda um úthlutun byggðakvóta Hríseyjar með eftirfarandi viðauka/breytingum: | a) | Ákvæði 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Byggðakvóta Hríseyjar skal skipta jafnt á þá báta sem gerðir hafa verið út í að minnsta kosti 9 mánuði á síðustu 12 mánuðum. |
Sveitarfélagið Skagaströnd. Ákvæði reglugerðar nr. 999 frá 17. desember 2010 gilda um úthlutun byggðakvóta Sveitarfélagsins Skagastrandar með eftirfarandi viðauka/breytingum: | a) | b-liður 1. gr. reglugerðarinnar fellur niður. | | b) | 20 þorskígildistonnum verður úthlutað jafnt til fiskiskipa sem uppfylla ákvæði reglnanna og áttu hlutdeild í Húnaflóarækju 1. september 2010. | | c) | 80 þorskígildistonnum verður skipt samkvæmt ákvæðum 4. gr. reglugerðarinnar. | | d) | Nýtt ákvæði 4. gr. verður: Hámarksúthlutun verður 25 þorskígildistonn á skip. Hámarkið gildi um samanlagða úthlutun úr báðum flokkum, þó skal við úthlutun fyrst reikna að fullu byggðakvóta sem úthlutað er vegna innfjarðarrækjuveiða (Húnaflóarækja). | | e) | Fiskiskip eiga rétt á úthlutun úr báðum liðum b og c. | | f) | Upphaf 6. gr. reglugerðarinnar breytist þannig: Fiskiskipum er skylt að landa innan byggðarlagsins á tímabilinu ... o.s.frv. | | g) | Brott fellur setningin: Afla sem boðinn er upp á fiskmarkaði telst ekki hafa verið landað til vinnslu samkvæmt þessari grein. |
Fjallabyggð. Ákvæði reglugerðar nr. 999 frá 17. desember 2010 gilda um úthlutun byggðakvóta Fjallabyggðar með eftirfarandi viðauka/breytingum: | a) | Nýtt ákvæði 4. gr. reglugerðarinnar, hvað byggðakvóta Siglufjarðar varðar, verður: Við úthlutun skal ekkert fiskiskip hljóta meira en 50 þorskígildislestir. | | b) | Nýtt ákvæði 4. gr. reglugerðarinnar, hvað byggðakvóta Ólafsfjarðar varðar, verður: Við úthlutun skal ekkert fiskiskip hljóta meira en 40 þorskígildislestir. | | c) | Upphaf 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist hvað varðar bæði byggðarlögin og verður: Fiskiskipum er skylt að landa til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu ... o.s.frv. |
2. gr. Auglýsing þessi, sem birt er samkvæmt heimild í 5. mgr. 10. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 24. janúar 2011. F. h. r. Arndís Á. Steinþórsdóttir. Hinrik Greipsson. |