HANDHAFAR VALDS FORSETA ÍSLANDS samkvæmt 8. gr. stjórnarskrárinnar forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar, gjöra kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og vér staðfest þau með samþykki voru: I. KAFLI Breyting á lögum nr. 97/1987, um vörugjald, með síðari breytingum. 1. gr. Eftirfarandi breytingar verða á viðauka I við lögin: a. Eftirfarandi tollskrárnúmer falla brott úr A-lið viðaukans:
0813.4001 | 1806.1000 | 1905.3030 | 2008.5009 | 2106.9022 | 0813.5001 | 1806.2001 | 2006.0011 | 2008.6001 | 2106.9023 | 0901.1100 | 1806.2003 | 2006.0012 | 2008.6009 | 2106.9025 | 0901.1200 | 1806.2004 | 2006.0019 | 2008.7001 | 2106.9026 | 0901.2101 | 1806.2005 | 2006.0021 | 2008.7009 | 2106.9031 | 0901.2109 | 1806.2006 | 2006.0022 | 2008.8001 | 2106.9039 | 0901.2201 | 1806.2009 | 2006.0023 | 2008.8009 | 2106.9041 | 0901.2209 | 1806.9011 | 2006.0029 | 2008.9100 | 2106.9042 | 0901.9000 | 1806.9012 | 2006.0030 | 2008.9201 | 2106.9048 | 0902.1000 | 1806.9019 | 2007.1000 | 2008.9209 | 2106.9049 | 0902.2000 | 1806.9028 | 2007.9100 | 2008.9901 | 2106.9061 | 0902.3000 | 1806.9029 | 2007.9900 | 2008.9909 | 2106.9062 | 0902.4000 | 1806.9039 | 2008.1101 | 2101.1100 | 3003.9001 | 0903.0000 | 1901.9011 | 2008.2001 | 2101.1201 | 3004.5004 | 0909.1001 | 1901.9019 | 2008.2009 | 2101.1209 | 3004.9004 | 0909.5001 | 1905.2000 | 2008.3001 | 2101.2001 | 3302.1021 | 1211.9001 | 1905.3011 | 2008.3009 | 2101.2009 | 3302.1030 | 1211.9002 | 1905.3019 | 2008.4001 | 2101.3001 | | 1805.0001 | 1905.3021 | 2008.4009 | 2101.3009 | | 1805.0009 | 1905.3029 | 2008.5001 | 2106.9021 | |
b. B-liður viðaukans fellur brott.
II. KAFLI Breyting á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum. 2. gr. Við 5. gr. A laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi: Nú er dótturfélag í eigu sparisjóðs og gilda þá ákvæði þessarar greinar, enda sé skilyrðum hennar fullnægt.
3. gr. Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. laganna: a. Í stað hlutfallstölunnar „14%“ í 2. mgr. kemur: 7%. b. 8. tölul. 2. mgr. orðast svo: Sala á matvörum og öðrum vörum til manneldis eins og skilgreint er í viðauka við lög þessi, þó ekki sala á áfengi. c. Við 2. mgr. bætist nýr töluliður sem orðast svo: Geisladiskar, hljómplötur, segulbönd og aðrir sambærilegir miðlar með tónlist en ekki með mynd.
4. gr. Í stað „skv. 1., 3. og 4. mgr.“ í lokamálslið 1. mgr. 27. gr. laganna kemur: skv. 3. og 4. mgr.
5. gr. 1. mgr. 42. gr. laganna fellur brott.
6. gr. Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða X við lögin: a. Í stað „31. desember 2006“ kemur: 31. desember 2008. b. Í stað „EURO2“ kemur: EUROIII.
7. gr. Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo: Endurgreiða skal veitingahúsum, mötuneytum og öðrum hliðstæðum aðilum, sem selja tilreiddan mat, fjárhæð er nemur 112,5% af innskatti uppgjörstímabilsins janúar–febrúar 2007 vegna matvælaaðfanga sem bera 14% virðisaukaskatt. Endurgreiðsla þessi skal þó ekki vera hærri en svo að útskattur vegna sölu á tilreiddum mat að frádreginni endurgreiðslu samsvari að minnsta kosti 14% af hráefnisverði að viðbættum 19,25% af mismun söluverðs á tilreiddum mat og hráefnisverðs matvælaaðfanga.
8. gr. Í stað viðauka við lögin kemur nýr viðauki sem orðast svo ásamt fyrirsögn: Viðauki. Af vörum til manneldis í eftirgreindum tollskrárnúmerum skal greiða 7% virðisaukaskatt: a. Vörur í 2. til og með 4. kafla, þó ekki vörur í tollskrárnúmerum 0301.1000–0301.9990. b. Vörur í tollskrárnúmerum 0504.0001–0504.0009 og 0511.9119, 0511.9125, 0511.9901 og 0511.9902. c. Vörur í 7. til og með 13. kafla, þó ekki vörur í tollskrárnúmerum 1001.1001, 1001.9001, 1002.0001, 1003.0001, 1004.0001, 1005.9001, 1106.2001, 1007.0001, 1008.1001, 1008.2001, 1008.3001, 1008.9001, 1101.0021, 1102.2001, 1102.9011, 1102.9021, 1103.1101, 1103.1311, 1103.1321, 1103.1901, 1103.2001, 1104.1221, 1104.1901, 1104.2221, 1104.2301, 1104.2901, 1104.3001, 1203.0000, 1209.1001–1209.9909, 1211.3000, 1211.4000, 1211.9009, 1213.0011–1213.0029, 1214.1000, 1214.9000, 1301.1000, 1301.9000, 1301.9009, 1302.1100, 1302.1400 og 1302.1909. d. Vörur í tollskrárnúmerum 1501.0011, 1501.0021, 1502.0011, 1502.0021, 1503.0001, 1504.1001–1504.3009, 1506.0001, 1507.1001, 1507.9001, 1508.1001, 1508.9001, 1509.1001, 1509.9001, 1510.0001, 1511.1001, 1511.9001, 1512.1101, 1512.1901, 1512.2101, 1512.2901, 1513.1101, 1513.1901, 1513.2101, 1513.2901, 1514.1101, 1514.1901, 1514.9101, 1514.9901, 1515.2101, 1515.2901, 1515.5001, 1515.9001 og 1516.1001–1517.9009. e. Vörur í 16. til með 21. kafla, þó ekki vörur í tollskrárnúmerum 1703.1001, 1703.9001, 2102.2003 og 2106.9032–2106.9038. f. Vörur í tollskrárnúmerum 2201.1011–2201.9090, 2202.1011–2202.9099, 2203.0011– 2203.0019, 2204.1011–2204.1019, 2204.2111–2204.2119, 2204.2131–2204.2139, 2204.2911–2204.2919, 2204.2931–2204.2939, 2204.3011–2204.3019, 2205.1011– 2205.1019, 2205.9011–2205.9019, 2206.0031–2206.0039, 2208.7021–2208.7029, 2208.9071–2208.9079 og 2209.0000. g. Vörur í tollskrárnúmerum 2501.0001, 2836.1001, 2836.3001, 2836.4001, 2836.9902, 2918.1200, 2918.1300, 2922.4201, 2925.1101, 3203.0001, 3302.1010, 3501.9001, 3502.1101, 3502.1901, 3502.2001, 3502.9001, 3503.0011, 3503.0021, 3824.9008 og 3917.1000.
9. gr. Lög þessi taka gildi 1. mars 2007, nema 2. og 6. gr. sem öðlast þegar gildi. Ákvæði 1. gr. laga þessara taka til allra vara sem eru ótollafgreiddar við gildistöku þeirra, svo og til allra innlendra framleiðsluvara sem ekki hafa verið seldar eða afhentar þann dag.
Gjört í Reykjavík, 20. desember 2006. | Geir H. Haarde. | Sólveig Pétursdóttir. (L. S.) | Gunnlaugur Claessen. |
Árni M. Mathiesen. |