1. gr. Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í 1. kafla, I. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af 1. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 61/2011, frá 2. júlí 2011, öðlast eftirfarandi ESB-gerð gildi hér á landi: Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar frá 15. apríl 2010 um samþykki á landráðstöfunum til að takmarka áhrif tiltekinna sjúkdóma í lagareldisdýrum og villtum lagardýrum í samræmi við 43. gr. tilskipunar ráðsins 2006/88/EB (2010/221/ESB). Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 14, frá 7. mars 2013, bls. 672. Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 192/2012, frá 1. nóvember 2012, öðlast eftirfarandi ESB-gerð gildi hér á landi: Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar frá 8. desember 2011 um breytingu á ákvörðun 2010/221/ESB að því er varðar landráðstafanir til að koma í veg fyrir að tilteknir lagardýrasjúkdómar berist til hluta Írlands, Finnlands og Svíþjóðar (2011/825/ESB). Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 14, frá 7. mars 2013, bls. 700. 2. gr. Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við lög nr. 93/1995 um matvæli, lög nr. 55/1998 um sjávarafurðir, lög nr. 71/2008 um fiskeldi, lög nr. 54/1990 um innflutning dýra, lög nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim og lög nr. 60/2006 um varnir gegn fisksjúkdómum, nema annað sé ákveðið samkvæmt lögum eða stjórnvaldsfyrirmælum. 3. gr. Um þvingunarúrræði og viðurlög vísast til laga nr. 93/1995 um matvæli, laga nr. 55/1998 um sjávarafurðir, laga nr. 71/2008 um fiskeldi, laga nr. 54/1990 um innflutning dýra, laga nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim og laga nr. 60/2006 um varnir gegn fisksjúkdómum. 4. gr. Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 93/1995 um matvæli, lögum nr. 55/1998 um sjávarafurðir, lögum nr. 71/2008 um fiskeldi, lögum nr. 54/1990 um innflutning dýra, lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim og lögum nr. 60/2006 um varnir gegn fisksjúkdómum. Reglugerðin öðlast þegar gildi. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 7. mars 2013. F. h. r. Kristján Skarphéðinsson. Eggert Ólafsson. |