1. gr. Með vísan til 2. og 3. gr. reglugerðar nr. 999 frá 17. desember 2010 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2010/2011 staðfestir ráðuneytið sérstök skilyrði vegna úthlutunar aflaheimilda í eftirfarandi sveitarfélögum: Ísafjarðarbær. Ákvæði reglugerðar nr. 999 frá 17. desember 2010 gilda um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2010/2011 fyrir byggðarlögin Þingeyri, Suðureyri og Hnífsdal í Ísafjarðarbæ með eftirfarandi viðauka/breytingum: | a) | a-liður 1. gr. breytist þannig: Hafa leyfi til veiða í atvinnuskyni, sbr. 4. gr. laga nr. 116/2006 eða frístundaveiðileyfi skv. 2. tl. 4. mgr. 6. gr. sömu laga, við lok umsóknarfrests. | | b) | Ákvæði 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: ... miðað við landaðan afla í þorskígildum talið, innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2009 til 31. ágúst 2010 ... o.s.frv. |
Stykkishólmsbær. Ákvæði reglugerðar nr. 999 frá 17. desember 2010 gilda um úthlutun byggðakvóta Stykkishólms með eftirfarandi viðauka/breytingum á 1. málsl. 1. mgr. 4. gr.: | a) | 125 þorskígildistonnum skal úthlutað til þeirra fiskiskipa sem misstu aflaheimild vegna skelveiðibanns á Breiðafirði. Einungis fiskiskipum þeirra aðila sem orðið hafa fyrir samdrætti af þessum orsökum, verði úthlutað aflamarki samkvæmt þessum lið. Það eru bátar sem hafa aflahlutdeild í hörpuskel í Breiðafirði þann 1. september 2010 og stunduðu skelveiðar í Breiðafirði á tveimur síðustu skelvertíðum fyrir veiðibannið. Byggðakvótanum verði úthlutað í hlutfalli við aflahlutdeild í hörpuskel í Breiðafirði þann 1. september 2010. Nú á útgerðin aðra báta en hlutdeildin er á og skal Fiskistofa þá, að beiðni útgerðar, úthluta byggðakvótanum á þá, svo framarlega sem eigandi skipanna hafi verið sami lögaðilinn þann 1. desember 2010. | | b) | 15 þorskígildistonnum skal úthlutað vegna samdráttar í veiðum á úthafsrækju í Stykkishólmi. Einungis bátum þeirra aðila sem fengu úthlutað aflamarki í úthafsrækju fiskveiðiárið 2004/2005, en urðu fyrir skerðingu vegna ákvæða í reglugerð nr. 273/2005, verði úthlutað miðað við aflahlutdeild eins og hún var í upphafi þess fiskveiðiárs. Í umsókn skal geta sérstaklega ef sótt er um samkvæmt þessum lið. | | c) | 110 þorskígildistonnum skal úthlutað í hlutfalli við afla í kvótabundnum botnfiski á fiskveiðiárinu 2009/2010 í þorskígildum, sem keyrður var beint til vinnslu í Stykkishólmi, og/eða lönduðum afla í kvótabundnum botnfiski í Stykkishólmshöfn. Aðeins þeir bátar sem lönduðu eða fluttu samtals 20 þorskígildistonn eða meira, samkvæmt ofansögðu, á fiskveiðiárinu 2009/2010 fá úthlutað samkvæmt þessum lið. | | d) | Bátar geta fallið undir alla ofangreinda liði að uppfylltum skilyrðum. |
Súðavíkurhreppur. Ákvæði reglugerðar nr. 999 frá 17. desember 2010 gilda um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2010/2011 fyrir Súðavíkurhrepp með eftirfarandi viðauka/breytingum: | a) | a-liður 1. gr. breytist þannig: Hafa leyfi til veiða í atvinnuskyni, sbr. 4. gr. laga nr. 116/2006 eða frístundaveiðileyfi skv. 2. tl. 4. mgr. 6. gr. sömu laga, við lok umsóknarfrests. |
2. gr. Auglýsing þessi, sem birt er samkvæmt heimild í 5. mgr. 10. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 24. febrúar 2011. F. h. r. Arndís Á. Steinþórsdóttir. Hinrik Greipsson. |