Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1053/2013

Nr. 1053/2013 28. nóvember 2013
REGLUGERÐ
um framlengingu á banni við veiðum og umferð skipa í Kolgrafa- og Urthvalafirði á Snæfellsnesi.

1. gr.

Frá kl. 24.00, 28. nóvember 2013 til kl. 24.00, 2. desember 2013, er öll umferð og öll veiði skipa bönnuð innan brúar í Kolgrafafirði. Jafnframt er öll veiði bönnuð utan brúar í Kolgrafa- og Urthvalafirði á Snæfellsnesi, á sama tímabili, innan svæðis sem afmarkast af línu sem dregin er milli eftirfarandi punkta: 65°00,258′ N 23°04,681′ V (Eyraroddi) og 65°00,443′ N 23°00,820′ V (Selhólar).

2. gr.

Afstöðumynd af bannsvæðinu er birt sem fylgiskjal við reglugerð þessa.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiði­landhelgi Íslands, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi. Um leið fellur reglugerð nr. 1046/2013 úr gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 28. nóvember 2013.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Jóhann Guðmundsson.

Baldur P. Erlingsson.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)

B deild - Útgáfud.: 28. nóvember 2013