Á grundvelli laga nr. 103/1994 um jöfnun á flutningskostnaði olíuvara tilkynnir Neytendastofa að flutningsjöfnunargjald á neðangreindum olíuvörum verður sem hér segir frá og með 1. júní 2010 og gildir gjaldið þar til annað verður ákveðið. | bifreiðabensín | 0,57 kr. á lítra | | gasolía | 0,91 kr. á lítra | | aðrar olíur og blöndur til brennslu | 0,01 kr. á kg | | flugvélabensín | 0,32 kr. á lítra | | flugsteinolía (þotueldsneyti) | 0,01 kr. á lítra |
Samkvæmt 3. gr. laga nr 103/1994 um jöfnun á flutningskostnaði olíuvara skulu dreifingaraðilar samkvæmt 1. gr. laganna, aðrir en þeir sem annast innanlandssölu á olíu í öllum landshlutum, greiða flutningsjöfnunargjaldið við innheimtu aðflutningsgjalda miðað við innflutt móttekið magn. Tollstjórinn í Reykjavík og sýslumenn utan Reykjavíkur annast samkvæmt sömu grein innheimtu gjaldsins og skulu skila því til flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara. Auglýsing þessi kemur í stað auglýsingar nr. 287/2008. Neytendastofu, 27. maí 2010. Tryggvi Axelsson forstjóri. Gunnar G. Þorsteinsson, | formaður stjórnar flutnings- | jöfnunarsjóðs olíuvara. |
|