1. gr. Innleiðing. Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í XII. kafla, II. viðauka skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 44/2005 frá 12. febrúar 2005 og 114/2011 frá 1. nóvember 2011 öðlast eftirfarandi EB-gerð gildi hér á landi: Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1170/2009 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/46/EB og reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1925/2006 að því er varðar skrár yfir vítamín og steinefni og form þeirra sem má bæta í matvæli, þ.m.t. fæðubótarefni. 2. gr. Fylgiskjal. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1170/2009 er birt sem fylgiskjal með reglugerð þessari. 3. gr. Eftirlit. Matvælastofnun og heilbrigðisnefndir sveitarfélaga undir yfirumsjón Matvælastofnunar fara með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við 6. og 22. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli. 4. gr Þvingunarúrræði og viðurlög. Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt 30. gr., 30. gr. a - e og 31. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli. 5. gr. Lagastoð og gildistaka. Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 31. gr. a laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum. Reglugerðin tekur þegar gildi. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 14. desember 2011. Jón Bjarnason. Baldur P. Erlingsson. Fylgiskjal. (sjá PDF-skjal) |