Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 754/2010

Nr. 754/2010 7. október 2010
REGLUGERÐ
um friðun steinbíts á hrygningartíma á Látragrunni.

1. gr.

Frá og með 15. september til og með 30. apríl eru allar veiðar bannaðar á svæði á Látragrunni sem markast af línum sem dregnar eru á milli eftirgreindra punkta:

1.  65°03´00 N - 26°35´00 V
2.  65°17´00 N - 26°35´00 V
3.  65°17´00 N - 25°50´00 V
4.  65°11´00 N - 25°42´00 V
5.  65°03´00 N - 25°50´00 V

2. gr.

Með mál sem kunna að rísa út af brotum á reglugerð þessari skal farið að hætti opinberra mála og varða brot viðurlögum samkvæmt ákvæðum laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum 9. gr. laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands til þess að öðlast þegar gildi. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 805/2006, um friðun steinbíts á hrygningartíma á Látragrunni.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 7. október 2010.

F. h. r.

Sigurgeir Þorgeirsson.

Jóhann Guðmundsson.

B deild - Útgáfud.: 7. október 2010