FORSETI ÍSLANDS gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu: 1. gr.
Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi: 1. Þrátt fyrir ákvæði 1. málsl. 3. mgr. B-liðar 68. gr. laganna skal viðmiðunarhlutfall hámarksvaxtagjalda af skuldum, sem þar er tilgreint, vera 7% við ákvörðun vaxtabóta á árinu 2009 vegna tekna, eigna og skulda á árinu 2008. 2. Þrátt fyrir ákvæði 10. og 12. málsl. 4. mgr. B-liðar 68. gr. laganna skulu viðmiðunarfjárhæðir, sem þar eru tilgreindar, vera 246.944, 317.589, 408.374 og 900 við ákvörðun vaxtabóta á árinu 2009 vegna tekna, eigna og skulda á árinu 2008.
2. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
Gjört í Reykjavík, 20. apríl 2009. Ólafur Ragnar Grímsson. (L. S.) Steingrímur J. Sigfússon. |