Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 985/2009

Nr. 985/2009 26. nóvember 2009
REGLUGERÐ
um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á frjóeggjum og mysudufti.

1. gr.

Fyrir það tímabil sem tilgreint er í 2. gr. úthlutar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra tollkvótum samkvæmt viðaukum III A og IV A við tollalög, nr. 88/2005, með síðari breytingum, í samræmi við tillögur nefndar skv. 87. gr. laga nr. 99/1993.

2. gr.

Ákvæði eftirfarandi töflu gilda um tollkvóta, tímabil innflutnings, verð- og magntoll:

Vara

Tímabil

Vörumagn

Verðtollur

Magntollur

Tollskrárnr.

kg

%

kr./kg

0407.0001

Frjóegg (af tegund Gallus domesticus)

01.01. - 31.12.10

ótilgr.

0

0

Úr 0404.9000

Mysuduft

01.01. - 31.12.10

ótilgr.

0

5

Tímabil þau sem tilgreind eru miðast við tollafgreiðslu en ekki við komu flutningsfars til landsins og skal tollafgreiðslu lokið innan tímabils.

3. gr.

Við innflutning á frjóeggjum (0407.0001) skal gætt ákvæða laga nr. 54/1990, um innflutning dýra, með síðari breytingum.

4. gr.

Brot á reglugerð þessari varða viðurlögum skv. 82. gr. laga nr. 99/1993. Með mál út af brotum skal farið að hætti opinberra mála.

5. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 65. gr., og 65. gr. A laga nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi og gildir til og með 31. desember 2010.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 26. nóvember 2009.

F. h. r.
Ólafur Friðriksson.

Arnór Snæbjörnsson.

B deild - Útgáfud.: 10. desember 2009