Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 412/2010

Nr. 412/2010 27. apríl 2010
AUGLÝSING
um álagningu og innheimtu gjalds vegna stöðvunarbrota.

Samkvæmt heimild í 108. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 með síðari breytingum, hefur verið ákveðið að í Garðabæ, Sveitarfélaginu Álftanesi, Kópavogsbæ, Seltjarnarnes­kaupstað, Hafnarfjarðarkaupstað og Mosfellsbæ fari álagning og innheimta gjalds vegna stöðvunarbrota fram á vegum embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.

Ákvörðun þessi tekur gildi frá 1. júní 2010 að telja.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 27. apríl 2010.

Kristján L. Möller.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

B deild - Útgáfud.: 14. maí 2010