Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1068/2009

Nr. 1068/2009 23. desember 2009
REGLUGERÐ
um úthlutun og greiðslu fjárframlags ársins 2009 til jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóða.

1. gr.

Jöfnun örorkubyrði lífeyrissjóða.

Stuðla skal að því að mismunandi örorkubyrði lífeyrissjóða verði jöfnuð eins og nánar greinir í reglugerð þessari. Til að ná því markmiði skal ríkissjóður veita árlegu fjár­framlagi til lífeyrissjóða samkvæmt ákvæðum VI. kafla laga nr. 113/1990, um trygginga­gjald, með síðari breytingum.

Í samræmi við VI. kafla laga nr. 113/1990, skal fjárframlag ríkissjóðs til jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóða fyrir árið 2009 nema 0,25% af gjaldstofni tryggingagjalds skv. III. kafla laga nr. 113/1990. Framlagið skal byggjast á upplýsingum ríkisreiknings um áætlaðan gjaldstofn tryggingagjalds næstliðins árs.

Fjármálaráðuneytið annast úthlutun og greiðslu framlags til jöfnunar örorkubyrði lífeyris­sjóða samkvæmt reglugerð þessari.

2. gr.

Skipting framlagsins milli lífeyrissjóða.

Framlagi til jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóða skal skipt milli lífeyrissjóða með eftirfarandi hætti:

  1. Fundin er hlutdeild hvers lífeyrissjóðs í heildarörorkulífeyrisgreiðslum allra lífeyris­sjóða á næstliðnu ári.
  2. Fundin er hlutdeild hvers lífeyrissjóðs í skuldbindingum lífeyrissjóða til greiðslu örorku­lífeyris umfram 10% af heildarlífeyrisskuldbindingum sjóðanna í framtíðinni vegna væntanlegra iðgjalda miðað við tryggingafræðilega stöðu lífeyrissjóða við lok næstliðins árs. Nú hefur lífeyrissjóður nýtt heimild samkvæmt lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997, til þess að ákveða lágmark tryggingaverndar þannig að iðgjaldi sé varið að hluta til öflunar lífeyrisréttinda í séreign og skal þá verðmæti iðgjaldsgreiðslna vegna réttinda sem aflað er í séreign talið til skuldbindinga sjóðsins í framtíðinni þegar fundin er hlut­deild sjóðsins skv. 1. málsl.
  3. Meðaltalshlutfall skv. 1. og 2. tölul. myndar hlutdeild hvers lífeyrissjóðs í framlagi til jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóða.

3. gr.

Úthlutun fjárframlags árið 2009.

Samkvæmt ákvæði til bráðabirgða með lögum nr. 177/2006, um breytingu á lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald, skal fjárframlag til jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóða fyrir árið 2009 eingöngu renna til lífeyrissjóða á samningssviði Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands. Áætlaður gjaldstofn tryggingagjalds árið 2008 nemur samkvæmt ríkisreikningi 2008 samtals kr. 836.507.840.907 og er áætlað fjárframlag ársins 2009 til jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóða því með vísan til 1. gr. samtals kr. 2.091.269.602 og skiptist það milli lífeyrissjóða á samningssviði Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands sem hér segir:

Lífeyrissjóður

Fjárhæð kr.

Hlutfall

Eftirlaunasjóður Sláturfélags Suðurlands

941.071

0,045%

Festa lífeyrissjóður

243.423.782

11,640%

Gildi lífeyrissjóður

926.014.180

44,280%

Kjölur lífeyrissjóður

6.796.626

0,325%

Lífeyrissjóður Rangæinga

12.861.308

0,615%

Lífeyrissjóður verslunarmanna

289.954.530

13,865%

Lífeyrissjóður Vestfirðinga

60.855.945

2,910%

Lífeyrissjóður Vestmannaeyja

70.371.222

3,365%

Sameinaði lífeyrissjóðurinn

123.489.470

5,905%

Stafir lífeyrissjóður

75.285.706

3,600%

Stapi lífeyrissjóður

281.275.761

13,450%

Samtals

2.091.269.602

100,000%

Við greiðslu fjárframlags ársins 2010, í október 2010, skal endurreikna, og leiðrétta ef þörf er á, fjárframlag ársins 2009 á grundvelli endurskoðaðra upplýsinga um gjaldstofn tryggingagjalds ársins 2008.

4. gr.

Leiðrétting fjárframlags ársins 2008.

Endurskoðaður gjaldstofn tryggingagjalds vegna ársins 2007 er kr. 773.708.977.999. Mismunur áætlaðs gjaldstofns tryggingagjalds ársins 2007 skv. 3. gr. reglugerðar nr. 1007/2008, um úthlutun og greiðslu fjárframlags ársins 2008 til jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóða og endurskoðaðs gjaldstofns tryggingagjalds vegna ársins 2007 er kr. 47.723.515.525 til hækkunar. Fjárframlag ríkissjóðs til jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóða fyrir árið 2008 nam 0,20% af gjaldstofni tryggingagjalds, sbr. lög nr. 177/2006, um breyting á lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald. Leiðrétting fjárframlags ársins 2008, frá því sem það var ákvarðað með reglugerð nr. 1007/2008, nemur því samtals kr. 95.447.031 og skiptist það milli lífeyrissjóða á samningssviði Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands sem hér segir:

Lífeyrissjóður

Fjárhæð kr.

Hlutfall

Eftirlaunasjóður Sláturfélags Suðurlands

38.179

0,040%

Festa lífeyrissjóður

10.546.897

11,050%

Gildi lífeyrissjóður

39.305.087

41,180%

Stapi lífeyrissjóður

13.577.340

14,225%

Lífeyrissjóður Rangæinga

529.731

0,555%

Kjölur lífeyrissjóður

276.796

0,290%

Lífeyrissjóður verslunarmanna

16.483.702

17,270%

Lífeyrissjóður Vestfirðinga

2.725.013

2,855%

Lífeyrissjóður Vestmannaeyja

2.915.907

3,055%

Sameinaði lífeyrissjóðurinn

5.454.798

5,715%

Stafir lífeyrissjóður

3.593.581

3,765%

Samtals

95.447.031

100,00%

5. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 22. gr. laga nr. 113/1990, um tryggingagjald, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.

Fjármálaráðuneytinu, 23. desember 2009.

F. h. r.
Hafdís Ólafsdóttir.

Haraldur Steinþórsson.

B deild - Útgáfud.: 29. desember 2009