FORSETI ÍSLANDS gjörir kunnugt: Að ég, samkvæmt tillögu forsætisráðherra staðfesti eftirfarandi reglugerð um breytingu á reglugerð um Stjórnarráð Íslands, nr. 3 1. febrúar 2004. 1. gr. 10. tölul. 14. gr. hljóði svo: Framkvæmd varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna, þar á meðal innan marka varnarsvæðanna, lögreglumál, dómsmál, tollamál, póst- og símamál, flugmál, radarstöðvamál, heilbrigðismál, félagsmál og önnur þau mál, er leiðir af dvöl hins erlenda varnarliðs í landinu, sbr. lög um yfirstjórn mála á varnarsvæðunum. Sama gildir um varnarsvæði sem skilað hefur verið til íslenskra ríkisins, þar til íslensk stjórnvöld birta auglýsingu um að slíkt landsvæði, að hluta eða í heild, hafi verið tekið til annarra nota. 2. gr. Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 8. gr. laga um Stjórnarráð Íslands nr. 73/1969, öðlast þegar gildi. Gjört á Bessastöðum, 29. september 2006. Ólafur Ragnar Grímsson. (L. S.) Geir H. Haarde. |