Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 109/2007

Nr. 109/2007 25. júní 2007
LÖG
um breytingu á lögum um Stjórnarráð Íslands, nr. 73/1969.

HANDHAFAR VALDS FORSETA ÍSLANDS
   samkvæmt 8. gr. stjórnarskrárinnar
forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar,
gjöra kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og vér staðfest þau með samþykki voru:

1. gr.
    Eftirtaldar breytingar verða á 4. gr. laganna:
    a.    Í stað orðsins „félagsmálaráðuneyti“ í 1. mgr. kemur: félags- og tryggingamálaráðuneyti.
    b.    Orðin „Hagstofa Íslands“ í 1. mgr. falla brott.
    c.    Í stað orðanna „heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneyti“ í 1. mgr. kemur: heilbrigðisráðuneyti.
    d.    Orðið „landbúnaðarráðuneyti“ í 1. mgr. fellur brott.
    e.    Í stað orðsins „sjávarútvegsráðuneyti“ í 1. mgr. kemur: sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti.
    f.     Við 2. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þó er heimilt að sameina ráðuneyti með úrskurði forseta Íslands.

2. gr.
    Orðin „og hagstofustjóri“ í 1. mgr. 10. gr. laganna falla brott.

3. gr.
     Við 3. mgr. 11. gr. laganna bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Sama á við ef starfsmanni, sem ráðinn er ótímabundið, sbr. 1. mgr. 41. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, er boðið annað starf innan Stjórnarráðsins. Í reglum, sem forsætisráðherra setur, skal mæla fyrir um tilhögun auglýsinga innan Stjórnarráðsins um laus störf og önnur atriði er varða framkvæmd þessa ákvæðis.

4. gr.
    Á eftir 13. gr. laganna kemur ný grein, svohljóðandi:
    Nú flytjast stjórnarmálefni milli ráðuneyta, sbr. 8. gr., og skal þá bjóða hlutaðeigandi starfsmönnum að sinna þeim áfram í því ráðuneyti er tekur við málefninu. Við flutninginn verða ekki breytingar á starfskjörum starfsmanna. Ákvæði 7. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, eiga ekki við um ráðstöfun starfa samkvæmt þessari grein.

5. gr.
    Lög þessi öðlast þegar gildi að frátöldum a–e-lið 1. gr. og 2. gr. sem öðlast gildi 1. janúar 2008.

Gjört í Reykjavík, 25. júní 2007.

Geir H. Haarde.

Sturla Böðvarsson.
(L. S.)

Gunnlaugur Claessen.

Geir H. Haarde.

A deild - Útgáfud.: 27. júní 2007