Frestur skattstjóra til að úrskurða kærur vegna álagningar opinberra gjalda árið 2007 á lögaðila er hér með framlengdur til 20. maí 2008. Ákvörðun þessi, sem byggir á heimild í 120. gr. laga nr. 90/2003, tekur þegar gildi. Reykjavík, 31. janúar 2008. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri. |