Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 70/2013

Nr. 70/2013 23. maí 2013
FORSETAÚRSKURÐUR
um skiptingu starfa ráðherra.

FORSETI ÍSLANDS
gjörir kunnugt:

Samkvæmt tillögu forsætisráðherra og með skírskotun til 15. gr. stjórnarskrárinnar, laga um Stjórnarráð Íslands og forsetaúrskurðar um skiptingu Stjórnarráðs Íslands í ráðu­neyti, er störfum þannig skipt með ráðherrum:

1. gr.

Forsætisráðuneyti.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fer með stjórnarmálefni sem heyra undir forsætis­ráðuneytið skv. 1. gr. forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðu­neyta í Stjórnarráði Íslands og ber embættisheitið forsætisráðherra.

2. gr.

Fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Bjarni Benediktsson fer með stjórnarmálefni sem heyra undir fjármála- og efna­hags­ráðuneytið skv. 2. gr. forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðu­neyta í Stjórnarráði Íslands og ber embættisheitið fjármála- og efnahagsráðherra.

3. gr.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

Sigurður Ingi Jóhannsson fer með stjórnarmálefni sem heyra undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið skv. 1., 3., 6. og 7. tölul. 3. gr. forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnar­málefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands og ber embættisheitið sjávar­útvegs- og landbúnaðarráðherra.

Ragnheiður Elín Árnadóttir fer með stjórnarmálefni sem heyra undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið skv. 2., 4., 5., og 8. tölul. 3. gr. forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands og ber embættisheitið iðnaðar- og viðskiptaráðherra.

4. gr.

Innanríkisráðuneyti.

Hanna Birna Kristjánsdóttir fer með stjórnarmálefni sem heyra undir innanríkis­ráðuneytið skv. 4. gr. forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands og ber embættisheitið innanríkisráðherra.

5. gr.

Mennta- og menningarmálaráðuneyti.

Illugi Gunnarsson fer með stjórnarmálefni sem heyra undir mennta- og menn­ingar­mála­ráðuneytið skv. 5. gr. forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands og ber embættisheitið mennta- og menningarmála­ráðherra.

6. gr.

Umhverfis- og auðlindaráðuneyti.

Sigurður Ingi Jóhannsson fer með stjórnarmálefni sem heyra undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið skv. 6. gr. forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðu­neyta í Stjórnarráði Íslands og ber embættisheitið umhverfis- og auðlindaráðherra.

7. gr.

Utanríkisráðuneyti.

Gunnar Bragi Sveinsson fer með stjórnarmálefni sem heyra undir utanríkisráðuneytið skv. 7. gr. forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands og ber embættisheitið utanríkisráðherra.

8. gr.

Velferðarráðuneyti.

Kristján Þór Júlíusson fer með stjórnarmálefni sem heyra undir velferðarráðuneytið skv. 1. tölul., c.-f. liðum 3. tölul., 4.-7. tölul. og 11. tölul. 8. gr. forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands og ber embættisheitið heilbrigðisráðherra.

Eygló Harðardóttir fer með stjórnarmálefni sem heyra undir velferðarráðuneytið skv. 2. tölul., a., b. og h. liðum 3. tölul. og 8.-10. tölul. 8. gr. forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnar­málefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands og ber embættisheitið félags- og vinnu­mála­ráðherra.

Með úrskurði þessum falla úr gildi eldri ákvæði um skiptingu starfa ráðherra.

Gjört á Bessastöðum, 23. maí 2013.

Ólafur Ragnar Grímsson.
(L. S.)

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

A deild - Útgáfud.: 23. maí 2013