Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 450/2011

Nr. 450/2011 13. apríl 2011
AUGLÝSING
um deiliskipulag Háls, Grundarfjarðarbæ.

Samkvæmt skipulags- og byggingarlögum samþykkti bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar þann 28. janúar 2011 deiliskipulag Háls, Grundarfirði. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir gripahúsi, íbúðarhúsi og léttri  skemmu að Hálsi 1 og lóð fyrir frístundarhús norðan Snæfellsnesvegar. Sunnan vegar er gert ráð fyrir tveimur lóðum en þar er heimilt að byggja íbúðarhús, hesthús og smáhús. Innan byggingarreits fyrir gripahús má byggja tvær allt að 360 m² skemmur, auk tengibyggingar, en hesthús og létt skemma mega vera allt að 130 m². Íbúðarhús mega vera allt að 240 m², á einni hæð, en smáhýsi allt að 50 m².

Deiliskipulagið hefur hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 mæla fyrir um.

Deiliskipulagið öðlast þegar gildi.

Grundarfirði, 13. apríl 2011.

Smári Björnsson skipulagsfulltrúi.

B deild - Útgáfud.: 29. apríl 2011