Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 821/2013

Nr. 821/2013 21. ágúst 2013
REGLUGERÐ
um niðurfellingu reglugerðar nr. 145/1994 um gildistöku tilskipunar Evrópubandalagsins um rafmagnslækningatæki fyrir menn og dýr.

1. gr.

Reglugerð nr. 145/1994 um gildistöku tilskipunar Evrópubandalagsins um rafmagns­lækninga­tæki fyrir menn og dýr, ásamt síðari breytingum, er hér með felld úr gildi.

2. gr.

Reglugerðin er sett til innleiðingar á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/13/EB frá 11. mars 2008 um niðurfellingu á tilskipun ráðsins 84/539/EBE um samræmingu laga aðildar­ríkjanna um rafmagnslækningatæki fyrir dýr, sem vísað er til í tölulið 5, X. kafla, II. við­auka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 108/2013 frá 14. júní 2013. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 37 frá 27. júní 2013 – 2013/EES/37/29 bls. 196.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 146/1996 um öryggi raforku­virkja, neysluveitna og raffanga, öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 21. ágúst 2013.

F. h. r.

Stefán Thors.

Sigríður Auður Arnardóttir.

B deild - Útgáfud.: 11. september 2013