1. gr. Á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 59/2009 frá 29. maí 2009 skal tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/121/EB frá 14. janúar 2009 um textílheiti (endurútgefin) öðlast gildi hér á landi, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af II. viðauka, bókun I og öðrum ákvæðum samningsins, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið nr. 2/1993, með áorðnum breytingum. 2. gr. Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar og EB-gerðin, sem vísað er til í 1. gr., eru birtar í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB (ákvörðunin í 16. árgangi, hefti nr. 47 (3. september 2009), bls. 10). EB-gerðin er jafnframt birt sem fylgiskjal með reglum þessum. 3. gr. Brot gegn reglum þessum varða viðurlögum skv. 22. og 26. gr. laga nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. 4. gr. Reglur þessar, sem innleiða framangreinda tilskipun 2008/121/EB og eru settar með heimild í 18. gr. laga nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, öðlast gildi við birtingu. Jafnframt eru felldar úr gildi reglur nr. 380/2007, um heiti og merkingu textílvara. Neytendastofu, 19. mars 2010. Tryggvi Axelsson. Hjördís Björk Hjaltadóttir. Fylgiskjal. (sjá PDF-skjal) |