1. gr. Menntamálaráðherra hefur staðfest breytta útgáfu af brautalýsingu skv. gildandi aðalnámskrá framhaldsskóla, sem birt var með auglýsingu nr. 661/2004, svo sem nánar er fjallað um í auglýsingu þessari. 2. gr. Í stað brautalýsingar fyrir tækniteiknun á bls. 1674 kemur ný brautalýsing, svohljóðandi: Tækniteiknun (TÆ) | | | 109 ein. |
Meginmarkmið náms í tækniteiknun er að gera nemendum kleift að öðlast þá þekkingu og færni sem tækniteiknurum er nauðsynleg í störfum sínum við gerð teikninga og frágang ýmis konar hönnunarvinnu á teiknistofum fyrirtækja, ráðgefandi verkfræðinga, arkitekta, ríkisstofnana, bæjarfélaga o.fl. Ennfremur að gera nemendum kleift að annast kerfisstjórnun teiknikerfa, framsetningu og kynningu gagna, skipulagningu og stjórnun skjalavistunar og önnur sérhæfð teikni- og skrifstofustörf. Meðalnámstími er 6 annir í skóla. Almennar greinar | | | 31 ein. | | Íslenska | ÍSL 103 203/102 202 212 | 6 ein. | | | Erlend tungumál | ENS 102 DAN 102 + 6 ein. | 10 ein. | | | Stærðfræði | STÆ 102 122 202 | 6 ein. | | | Lífsleikni | LKN 103/101 111 121 | 3 ein. | | | Íþróttir | ÍÞR 101 111 201 211 + 2 ein. | 6 ein. | | Sérgreinar bundnar | | | 72 ein. | | Arkitektateikning | TAT 103 203 303 | 9 ein. | | | Burðarvirkis- og byggingahluta- | | | | | teikning | TBT 103 203 303 | 9 ein. | | | Fjarvíddar- og fríhendisteikning | TTF 103 | 3 ein. | | | Grafísk framsetning | TGF 103 | 3 ein. | | | Grunnteikning í tölvu | TGT 103 | 3 ein. | | | Gæðavitund/gæðastjórnun | TÆT 103 | 3 ein. | | | Hönnunar- og tækjateikning véla | TTV 103 | 3 ein. | | | Tækniteiknun innréttinga | TIR 103 | 3 ein. | | | Lagnateikning | TTL 103 | 3 ein. | | | Lokaverkefni í tækniteiknun | TLV 106 | 6 ein. | | | Myndataka og myndvinnsla | TMM 103 | 3 ein. | | | Raflagnateikning í tækniteiknun | TRT 103 203 | 6 ein. | | | Skipulag og stjórnun | TSS 103 | 3 ein. | | | Þrívíddarteikning | TÞT 103 203 | 6 ein. | | | Tölvuteikning (CAD) | TTC 103 203 | 6 ein. | | | Tölvuumsjón | TTU 103 | 3 ein. | | Sérgreinar val | | | 6 ein. | __________________________________________________________________________ | Samtals | | | 109 ein. |
3. gr. Auglýsing þessi öðlast þegar gildi. Menntamálaráðuneytinu, 27. nóvember 2007. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Guðmundur Árnason. |