1. gr. Við 2. mgr. 4. gr. reglna nr. 712/2008 bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þá þarf ekki leyfi til vinnslu persónuupplýsinga um látna menn í tengslum við framkvæmd vísindarannsókna þar sem unnið er með erfðaefni þeirra (DNA), enda sé: - Ekki um að ræða upplýsingar sem falla undir 2. tölul. 2. gr. reglna þessara.
- Vinnslu hagað í samræmi við reglur nr. 1100/2008.
- Ljóst að hinn skráði hafi hvergi með sannanlegum hætti andmælt vinnslu persónuupplýsinga um sig í þágu vísindarannsókna.
2. gr. Við 3. mgr. 4. gr. reglnanna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Hið sama gildir um aðgang að lífsýnum í lífsýnasöfnum í sama skyni, sbr. 3. mgr. 9. gr. laga um lífsýnasöfn nr. 110/2000. 3. gr. Reglur þessar, sem settar eru samkvæmt heimild í 2. mgr. 30. gr., 3. mgr. 31. gr., 2. mgr. 32. gr. og 33. gr. laga nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, öðlast þegar gildi. Persónuvernd, 19. apríl 2010. Páll Hreinsson. Sigrún Jóhannesdóttir. |