1. gr. Breyting er gerð á 2. mgr. 9. gr. reglnanna og skal hún orðast svo: Fjarskiptafyrirtæki ber að tryggja að númerabirting sé ávallt til staðar þegar hringt er í neyðarnúmerið 112, sbr. 2. mgr. 2. gr. laga nr. 40/2008 um samræmda neyðarsvörun, útkallsnúmer Landhelgisgæslunnar, 511-3333 og númer vaktstöðvar siglinga, 545-2100. 2. gr. Reglur þessar, sem samþykktar hafa verið af Póst- og fjarskiptastofnun, eru settar á grundvelli heimildar í 51. gr. laga nr. 81/2003 um fjarskipti. Reglurnar öðlast þegar gildi. Póst- og fjarskiptastofnun, 12. maí 2010. Hrafnkell V. Gíslason. Guðmunda Áslaug Geirsdóttir. |