Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 33/2015

Nr. 33/2015 26. júní 2015

LÖG
um breytingu á lögum um tekjuskatt, lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, lögum um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, lögum um fjársýsluskatt, tollalögum, lögum um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., lögum um búnaðargjald, lögum um virðisaukaskatt og lögum um tryggingagjald, með síðari breytingum (samræming og einföldun).

HANDHAFAR VALDS FORSETA ÍSLANDS
   samkvæmt 8. gr. stjórnarskrárinnar
forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar,
gjöra kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og vér staðfest þau með samþykki voru:

I. KAFLI

Breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum.

1. gr.

    2. málsl. 3. tölul. og 3. málsl. 4. tölul. 1. mgr. 2. gr. laganna falla brott.

2. gr.

    Orðin „sbr. 1. málsl. 3. tölul. 1. mgr. og 2. málsl. 2. mgr. 8. gr.“ í 3. mgr. 16. gr. laganna falla brott.

3. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 57. gr. laganna:

  1. Orðin „með tilliti til milliverðlagningarreglna Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD)“ í 1. málsl. 3. mgr. falla brott.
  2. 2. málsl. c-liðar 4. mgr. fellur brott.
  3. Í stað 3. málsl. 5. mgr. koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Skjölunarskyldur aðili skal varðveita sérstaklega gögn um slík viðskipti, upplýsingar um við­skipta­skilmála, veltu, eignir og annað sem þýðingu kann að hafa við milliverðlagninguna og sýna fram á að verð og skilmálar séu sambærileg því sem almennt gerist í viðskiptum milli ótengdra aðila undir sambærilegum kringumstæðum. Skjölunarskylda gildir ekki um viðskipti milli tengdra lögaðila þegar allir aðilar eru heimilisfastir hér á landi.

4. gr.

    Í stað hlutfallstölunnar „18%“ í 1. mgr. 2. tölul. og 1. málsl. a-liðar 3. tölul. 70. gr. laganna kemur: 20%.

5. gr.

    Í stað orðanna „og 7. tölul.“ í 1. málsl. 4. mgr. 71. gr. laganna kemur: 7. og 8. tölul.

6. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. málsl. 1. mgr. 111. gr. laganna:

  1. Í stað orðanna „stjórnsýsluumdæmi Reykjavíkur“ kemur: umdæmi sýslumanns á höfuð­borgar­svæðinu.
  2. Í stað orðsins „stjórnsýsluumdæmum“ kemur: umdæmum.

7. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 112. gr. laganna:

  1. 3. málsl. 1. mgr. orðast svo: Eindagi er síðasti virki dagur mánaðarins, sbr. þó 5. og 6. mgr.
  2. Við 6. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Eindagi er mánuði eftir gjalddaga.

8. gr.

    Í stað orðanna „og 2013“ í 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða XLIV í lögunum kemur: 2013 og 2014.

II. KAFLI

Breyting á lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, með síðari breytingum.

9. gr.

    Í stað orðanna „og 8. tölul. 3. gr.“ og „og 8. tölul. 70. gr.“ í 2. málsl. A-liðar 2. gr. laganna kemur: 8. og 10. tölul. 1. mgr. og 2. mgr. 3. gr.; og: 8. og 10. tölul. 70. gr.

10. gr.

    Í stað orðanna „og 8. tölul.“ í 6. tölul. 5. gr. laganna kemur: 8. og 10. tölul. 1. mgr. og 2. mgr.

11. gr.

    Í stað orðanna „og 8. tölul.“ í 4. mgr. 9. gr. laganna kemur: 8. og 10. tölul. 1. mgr. og 2. mgr.

III. KAFLI

Breyting á lögum nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, með síðari breytingum.

12. gr.

    Í stað orðanna „og 7. tölul.“ í 1. málsl. 2. mgr. 2. gr. laganna kemur: 7. og 8. tölul.

IV. KAFLI

Breyting á lögum nr. 165/2011, um fjársýsluskatt, með síðari breytingum.

13. gr.

    Á eftir orðunum „önnur fjármálafyrirtæki samkvæmt lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki“ í 2. tölul. 2. gr. laganna kemur: rafeyrisfyrirtæki samkvæmt lögum nr. 17/2013, um útgáfu og meðferð rafeyris, og aðrir þeir aðilar.

V. KAFLI

Breyting á tollalögum, nr. 88/2005, með síðari breytingum.

14. gr.

    Við 1. mgr. 7. gr. laganna bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Af tækjum og öðrum búnaði sem fluttur er hingað til lands í kjölfar viðbragðsaðgerða vegna mengunarslysa og náttúruhamfara.

15. gr.

    Við 47. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

    Tollstjóra er heimilt að birta tollmiðlara ákvarðanir og leiðbeiningar vegna umbjóðanda hans, sbr. 20. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og skal tollmiðlari upplýsa umbjóðanda sinn um þær.

16. gr.

    Við 4. tölul. 2. mgr. 48. gr. laganna bætist: ásamt viðeigandi málsmeðferðarreglum.

17. gr.

    Við 130. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

    Heimilt er að kæra ákvörðun um stöðvun tollafgreiðslu til ráðuneytis tollamála, sbr. VII. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Ákvörðun um að vara sé leyfisskyld er heimilt að kæra til stofnunar þeirrar sem tók ákvörðun um leyfisskyldu og/eða fagráðuneytis þeirrar stofnunar.

VI. KAFLI

Breyting á lögum nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., með síðari breytingum.

18. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:

  1. Í stað orðanna „búnar til flutnings á fötluðum, þ.m.t. búnar hjólastólalyftu“ í m-lið 1. tölul. kemur: útbúnar fyrir fatlað fólk. Bifreiðarnar skulu búnar hjólastólalyftu eða öðrum sambærilegum búnaði.
  2. Við b-lið 3. tölul. bætist: fjórhjól, sexhjól, körtur, golfbílar og beltabifreiðar, þ.m.t. vélsleðar.

VII. KAFLI

Breyting á lögum nr. 84/1997, um búnaðargjald, með síðari breytingum.

19. gr.

    4. málsl. 4. mgr. 5. gr. laganna orðast svo: Við mismun sem á rætur að rekja til of hárrar fyrirframgreiðslu skal reikna vexti jafnháa vöxtum sem Seðlabanki Íslands ákveður og birtir á hverjum tíma skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu.

VIII. KAFLI

Breyting á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum.

20. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á viðauka við lögin:

  1. Í stað hlutfallstölunnar „7%“ í 1. málsl. kemur: 11%.
  2. Í stað „0301.1000–0301.9990“ í a-lið kemur: 0301.1100–0301.9990.
  3. Í stað „og 0401.3009“ í a-lið kemur: 0401.4009 og 0401.5009.
  4. Tollskrárnúmerið 0511.9119 í b-lið fellur brott.
  5. Í stað tollskrárnúmeranna 1001.1001, 1001.9001, 1002.0001, 1003.0001, 1004.0001, 1007.0001 og 1008.2001 í c-lið kemur: 1001.1910, 1001.9910, 1002.9010, 1003.9010, 1004.9010, 1007.9010, 1008.2910.
  6. Á eftir tollskrárnúmerinu 1008.3001 í c-lið koma þrjú ný tollskrárnúmer, svohljóðandi: 1008.4010, 1008.5010, 1008.6010.
  7. Í stað tollskrárnúmersins 1008.9001 í c-lið kemur: 1008.9010.
  8. Í stað tollskrárnúmersins 1102.9021 í c-lið kemur: 1102.9091.
  9. Á eftir tollskrárnúmerinu 1104.3001 í c-lið koma þrjú ný tollskrárnúmer, svohljóðandi: 1105.2001, 1106.2001, 1108.1301.
  10. Tollskrárnúmerið 1301.1000 í c-lið fellur brott.
  11. Í stað tollskrárnúmersins 1301.9000 í c-lið kemur: 1301.9009.
  12. Tollskrárnúmerið 1302.1400 í c-lið fellur brott.
  13. Í stað tollskrárnúmeranna 1501.0011, 1501.0021, 1502.0011 og 1502.0021 í d-lið koma átta ný tollskrárnúmer, svohljóðandi: 1501.1011, 1501.2011, 1501.2021, 1501.9011, 1501.9021, 1502.1010, 1502.9010, 1502.9030.
  14. Tollskrárnúmerið 2836.1001 í g-lið fellur brott.
  15. Á eftir tollskrárnúmerinu 2836.9902 í g-lið kemur nýtt tollskrárnúmer, svohljóðandi: 2905.4910.
  16. Á eftir tollskrárnúmerinu 2922.4201 í g-lið kemur nýtt tollskrárnúmer, svohljóðandi: 2924.2960.
  17. Á eftir tollskrárnúmerinu 2925.1101 í g-lið koma fjögur ný tollskrárnúmer, svohljóðandi: 2932.1910, 2934.9910, 2938.9010, 2940.0010.

IX. KAFLI

Breyting á lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald, með síðari breytingum.

21. gr.

    Í stað hlutfallstölunnar „0,260%“ í 4. tölul. 2. mgr. 3. gr. laganna kemur: 0,325%.

22. gr.

    Ákvæði 1.–3. gr., 6.–8. gr., 14.–18. gr., a-liðar 20. gr. og 21. gr. öðlast þegar gildi.
    Ákvæði 4.–5. og 9.–12. gr. öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda við álagningu 2016 og á staðgreiðsluárinu 2015 eftir því sem við á.
    Ákvæði 13. gr. og b–q-liðar 20. gr. öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda fyrsta dag næsta mánaðar eftir gildistöku ákvæðanna.
    Ákvæði 19. gr. öðlast þegar gildi og kemur til framkvæmda við álagningu 2016 vegna mismunar á fyrirframgreiðslu 2015 og álagningu 2016.

Gjört í Reykjavík, 26. júní 2015.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Einar K. Guðfinnsson. Viðar Már Matthíasson.
  (L. S.)  

Bjarni Benediktsson.


A deild - Útgáfud.: 30. júní 2015