1. gr. Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. Á eftir 2. ml. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Lokapróf frá frumgreinadeild Keilis nægir til inngöngu í viðskipta- og hagfræðideild til jafns við stúdentspróf, enda hafi viðkomandi stundað nám sem er ætlað fyrir þá sem hyggja á frekara nám í viðskiptafræði og hagfræði. Málsliðir 3-4 verða 4.-5. ml. 2. gr. Fyrsti og 2. ml. 8. gr. breytast og verða svohljóðandi: Verkfræðideild veitir inngöngu þeim sem lokið hafa stúdentsprófi. Enn fremur þeim sem lokið hafa 4. stigs prófi á vélstjórnarbraut Fjöltækniskólans, prófi frá frumgreinasviði Háskólans í Reykjavík eða frumgreinadeild Keilis, enda hafi viðkomandi lokið námi sem er ætlað fyrir þá sem hyggja á frekara nám í verk- eða raunvísindum. 3. gr. Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. Á eftir 1. ml. koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Lokapróf frá frumgreinadeild Keilis, nægir til inngöngu í félagsvísindadeild enda hafi viðkomandi stundað nám sem er ætlað fyrir þá sem hyggja á frekara nám í hug- eða félagsvísindum í samræmi við samning Keilis og HÍ. Jafnframt leggur deildin til að gengi þessara nemenda verði metið innan 3ja ára. Málsliðir 2-3 verða 4.-5. ml. 4. gr. Þriðja mgr. 11. gr. breytist og verður svohljóðandi: Próf frá frumgreinasviði Háskólans í Reykjavík (áður raungreinadeildarpróf frá Tækniháskóla Íslands), nægir til inngöngu í raunvísindadeild til jafns við stúdentspróf, enda sé fullnægt skilyrðum um lágmarkskröfur í einstökum greinum, samanber 1. og 2. mgr. hér á undan. Hið sama á við um lokapróf frá frumgreinadeild Keilis. 5. gr. Reglur þessar sem samþykktar hafa verið af deildarfundi viðkomandi deilda og hlotið staðfestingu háskólaráðs, sbr. 2. mgr. 13. gr. laga nr. 41/1999 um Háskóla Íslands og 46. gr. sameiginlegra reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 458/2000, öðlast þegar gildi. Háskóla Íslands, 10. apríl 2008. Kristín Ingólfsdóttir. Þórður Kristinsson. |