Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 496/2013

Nr. 496/2013 18. apríl 2013
REGLUGERÐ
um prófunaraðferðir samkvæmt reglugerð nr. 750/2008 um skráningu, mat, leyfisveitingar og takmarkanir að því er varðar efni („REACH“).

1. gr.

Prófunaraðferðir.

Í reglugerð þessari er kveðið á um þær prófunaraðferðir sem skal beitt í þeim tilgangi að ákvarða eðlisefnafræðilega eiginleika, eiturhrif og visteiturhrif efna samkvæmt reglugerð nr. 750/2008 um skráningu, mat, leyfisveitingar og takmarkanir að því er varðar efni („REACH“). Prófunaraðferðirnar er að finna í þeim gerðum sem vísað er til í 2. gr.

2. gr.

Innleiðing EES-gerða.

Eftirfarandi gerðir sem vísað er til í XV. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, skulu öðlast gildi hér á landi, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af II. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum samn­ingsins:

 

a)

Reglugerð ráðsins (EB) nr. 440/2008 frá 30. maí 2008 þar sem mælt er fyrir um prófunaraðferðir samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1907/2006 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni (efnareglurnar (REACH)) sem vísað er til í tölulið 12zza í II. viðauka við samninginn um Evrópska efnahags­svæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 12/2012 frá 10. febrúar 2012. Reglugerðin er birt á ensku í C-deild Stjórnartíðinda, sem fylgiskjal 1 við auglýsingu nr. 1/2013, með heimild í 2. mgr. 4. gr., sbr. 2. mgr. 3. gr. laga nr. 15/2005 um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað.

 

b)

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 761/2009 frá 23. júlí 2009 um breytingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 440/2008 þar sem mælt er fyrir um prófunaraðferðir samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1907/2006 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni í því skyni að laga hana að tækniframförum (efnareglurnar (REACH)), sem vísað er til í tölulið 12zza. í II. viðauka við samninginn um Evrópska efnahags­svæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 12/2012 frá 10. febrúar 2012. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 54 frá 27. september 2012, bls. 136-229.

 

c)

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1152/2010 frá 8. desember 2010 um breytingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 440/2008 þar sem mælt er fyrir um prófunaraðferðir samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1907/2006 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni (efnareglurnar (REACH)) í því skyni að laga hana að tækniframförum, sem vísað er til í tölulið 12zza í II. viðauka við samninginn um Evrópska efnahags­svæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 13/2012 frá 10. febrúar 2012. Reglugerðin er birt á ensku í C-deild Stjórnar­tíðinda, sem fylgiskjal 2 við auglýsingu nr. 1/2013, með heimild í 2. mgr. 4. gr., sbr. 2. mgr. 3. gr. laga nr. 15/2005 um Stjórnartíðindi og Lögbirt­inga­blað.

3. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með stoð í a-lið 1. tölul., d-lið 2. tölul. og 5. tölul. 11. gr., sbr. 22. gr. og 31. gr. efnalaga nr. 61/2013 og öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 18. apríl 2013.

Svandís Svavarsdóttir.

Stefán Thors.

B deild - Útgáfud.: 29. maí 2013