Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 741/2010

Nr. 741/2010 13. september 2010
SAMÞYKKT
um breytingu á samþykkt um stjórn og fundarsköp Borgarbyggðar nr. 376/2007 með síðari breytingum.

1. gr.

7. grein samþykktarinnar sem ber fyrirsögina „Fundartími sveitarstjórnar“ verður svo­hljóðandi:

Sveitarstjórn heldur reglulega fundi annan fimmtudag hvers mánaðar. Sveitarstjórnar­fundir skulu að jafnaði hefjast kl. 16.00. Heimilt er að fella niður fundi í sveitarstjórn í allt að tvo mánuði að sumarlagi.

Aukafundi skal halda í sveitarstjórn eftir því sem þörf krefur að mati sveitarstjóra og forseta sveitarstjórnar og skylt er að halda aukafund í sveitarstjórn ef a.m.k. þriðjungur sveitarstjórnarmanna krefst þess, enda geri þeir grein fyrir ástæðum og fundarefni.

2. gr.

44. grein samþykktarinnar sem ber yfirskriftina „Kosning í byggðarráð verður svo­hljóðandi:

Sveitarstjórn skal á fyrsta fundi að afloknum sveitarstjórnarkosningum kjósa þrjá sveitarstjórnarmenn í byggðarráð til eins árs og jafnmarga til vara. Aðalmenn í sveitarstjórn eru einir kjörgengir sem aðalmenn í byggðarráð.

Einnig skal kjósa áheyrnarfulltrúa í byggðarráð frá þeim flokki eða framboðsaðila sem ekki hefur fengið kjörinn byggðarráðsmann og annan til vara. Áheyrnarfulltrúi hefur málfrelsi og tillögurétt.

Sveitarstjóri situr fundi byggðarráðs með málfrelsi og tillögurétt en atkvæðisrétt hefur hann því aðeins að hann sé sveitarstjórnarmaður og kjörinn í byggðarráðið.

3. gr.

45. grein samþykktarinnar sem ber yfirskriftina „Fundartími byggðarráðs“ verður svo­hljóðandi:

Byggðarráð skal að jafnaði funda hvern virkan fimmtudag, nema í þeirri viku sem reglulegur sveitarstjórnarfundur er haldinn. Aukafundi skal halda ef sveitarstjóri eða einn eða fleiri byggðarráðsmenn óska þess.

4. gr.

47. grein samþykktarinnar sem ber yfirskriftina „Formaður og varaformaður byggðar­ráðs“ verður svohljóðandi:

Formaður byggðarráðs stjórnar fundum þess og sér um að allt fari löglega og skipulega fram á fundum þess.

Hann úrskurðar í ágreiningsmálum sem upp kunna að koma út af fundarsköpum en skjóta má úrskurði hans til úrlausnar byggðarráðsins. Heimilt er að taka mál til með­ferðar í byggðarráði þótt ekki sé það tilgreint í dagskrá. Þó er skylt að fresta afgreiðslu slíks máls ef einhver byggðarráðsmanna óskar þess.

Byggðarráð getur ráðið sér fundarritara utan byggðarráðs. Um ritun fundargerða byggðarráðs gilda sömu reglur og um ritun fundargerða sveitarstjórnar, sbr. 32. gr.

5. gr.

50. grein samþykktarinnar sem ber yfirskriftina „Boðun fyrsta fundar nefndar“ verður svohljóðandi:

Sveitarstjóri boðar nefnd saman til fyrsta fundar eða ákveður hver skuli gera það nema formaður hafi áður verið valinn af sveitarstjórn. Formaður nefndar boðar eða lætur boða fundi í nefnd með a.m.k. eins sólarhrings fyrirvara. Ef lög eða samþykktir kveða ekki á um annað skal kjósa formann, varaformann og ritara nefndar á fyrsta fundi nefndar.

6. gr.

57. grein samþykktarinnar sem ber yfirskriftina Nefndir, stjórnir, tilnefningar og kosn­ingar verður svohljóðandi:

Sveitarstjórn kýs fulltrúa í eftirtaldar nefndir, ráð og stjórnir. Sveitarstjórn kýs formenn og varaformenn byggðarráðs, velferðarnefndar, fræðslunefndar, tómstundanefndar, umhverfis- og skipulagsnefndar, landbúnaðarnefndar og Borgarfjarðarstofu.

A. Fulltrúar kjörnir til eins árs á fundi í júní ár hvert:

  1. Byggðarráð. Þrír sveitarstjórnarmenn og þrír til vara í byggðarráð skv. 38. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 auk þess áheyrnarfulltrúa og annan til vara með málfrelsi og tillögurétt frá lista sem ekki fær kjörinn fulltrúa. Eingöngu sveitarstjórnarmenn eru kjörgengir í byggðarráð sem aðalmenn.
  2. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi. Fimm fulltrúar og jafnmargir til vara á aðalfund Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi samkvæmt lögum samtakanna.

B. Fulltrúar í fastanefndir kjörnir út kjörtímabilið á fyrsta eða öðrum fundi að afloknum sveitarstjórnarkosningum:

  1. Velferðarnefnd. Fimm fulltrúar og jafnmargir til vara skv. 5. gr. laga um félagsþjónustu sveitafélaga nr. 40/1991. Nefndin fer með jafnréttismál samkvæmt lögum um jafnan rétt og jafna stöðu kvenna og karla nr. 10/2008 og málefni samkvæmt áfengislögum nr. 75/1998. Velferðarnefnd hefur eftirlit með daggæslu í heimahúsum, umsjón með framkvæmd laga um málefni fatlaðra nr. 59/1992 og málefni aldraðra samkvæmt lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999. Nefndin fer með húsnæðismál samkvæmt lögum um húsnæðismál nr. 44/1998, svo og húsaleigumál samkvæmt húsaleigulögum nr. 36/1994. Nefndin fer með önnur málefni samkvæmt erindisbréfi sem henni er sett.
  2. Fræðslunefnd. Fimm fulltrúar og jafnmargir til vara. Nefndin fer með málefni leikskóla samkvæmt lögum um málefni leikskóla nr. 90/2008 málefni grunnskóla samkvæmt lögum um grunnskóla nr. 91/2008, málefni tónlistarskóla samkvæmt lögum um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla nr. 75/1985 og samkvæmt ákvæðum samstarfssamninga sem um rekstur tónlistarskóla gilda hverju sinni og málefni framhaldsskóla samkvæmt lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008 og samstarfssamninga um rekstur framhaldsskóla sem gilda hverju sinni. Nefndin fer með önnur málefni samkvæmt erindisbréfi sem henni er sett.
  3. Tómstundanefnd. Fimm fulltrúar og jafnmargir til vara. Nefndin fer með æskulýðsmál skv. lögum um æskulýðsmál nr. 24/1970. Nefndin fer með önnur málefni samkvæmt erindisbréfi sem henni er sett.
  4. Umhverfis- og skipulagsnefnd. Fimm fulltrúar og jafnmargir til vara. Nefndin fer með skipulags- og byggingarmál samkvæmt skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997, skipulagsreglugerð nr. 400/1998 og byggingarreglugerð nr. 441/1998, með umferðarmál samkvæmt umferðarlögum nr. 50/1987 og með veitumál samkvæmt ákvæðum laga og reglugerða um vatns- og hitaveitur. Loks fer nefndin með umhverfis- og náttúruverndarmál samkvæmt náttúruverndarlögum nr. 44/1999. Nefndin fer með önnur málefni samkvæmt erindisbréfi sem henni er sett.
  5. Landbúnaðarnefnd. Fimm fulltrúar og jafnmargir til vara. Nefndin fer með landbúnaðarmálefni sbr. lög um búfjárhald o.fl. nr. 103/2002 og lög um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum nr. 64/1994. Nefndin fer með önnur málefni samkvæmt erindisbréfi sem henni er sett.
  6. Borgarfjarðarstofa. Fimm fulltrúar og jafnmargir til vara. Nefndin fer með menningarmál og atvinnu- og markaðsmál samkvæmt samþykktum þar um. Nefndin fer með stjórn Listasafns Borgarness. Nefndin fer með önnur málefni samkvæmt erindisbréfi sem henni er sett.
  7. Kjörstjórn. Þrír fulltrúar og jafnmargir til vara í kjörstjórn. Kjörstjórn fer með þau verkefni sem henni eru falin samkvæmt ákvæðum laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998 og laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000.
  8. Undirkjörstjórnir. Sveitarstjórn kýs sex undirkjörstjórnir, eina fyrir hverja kjördeild:
    1. Borgarneskjördeild fyrir Borgarnes og Borgarhrepp.
    2. Þinghamarskjördeild fyrir Norðurárdals-, Stafholtstungna- og Þverár­hlíðar­hrepp.
    3. Lyngbrekkukjördeild fyrir Álftanes- og Hraunhrepp.
    4. Lindartungukjördeild fyrir Kolbeinsstaðahrepp.
    5. Kleppjárnsreykjakjördeild fyrir Andakíls-, Lundarreykjadals- og Reyk­holts­dals­hrepp.
    6. Brúaráskjördeild fyrir Hvítársíðu- og Hálsahrepp.
    Í hverja undirkjörstjórn skal kjósa þrjá fulltrúa og jafnmarga til vara. Undir­kjörstjórnir fara með kosningar samkvæmt lögum um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998 og um kosningar til Alþingis nr. 24/2000.
  9. Fjallskilanefnd. Sjö fulltrúar og jafnmargir til vara. Aðalfulltrúar skulu vera sömu menn og eru formenn afréttar- og fjallskilanefnda skv. 10. lið. Nefndin fer með yfirumsjón fjallskilamála í sveitarfélaginu. Nefndin fer með önnur málefni samkvæmt erindisbréfi sem henni er sett.
  10. Afréttar- og fjallskilanefndir. Sveitarstjórn kýs sjö afréttar- og fjallskilanefndir:
    1. Fjallskilanefnd Kolbeinsstaðahrepps. Þrír fulltrúar og jafnmargir til vara.
    2. Afréttarnefnd Hraunhrepps. Þrír fulltrúar og jafnmargir til vara.
    3. Afréttarnefnd Álftaneshrepps. Þrír fulltrúar og jafnmargir til vara.
    4. Afréttarnefnd Borgarhrepps, Stafholtstungna og Norðurárdals vestan Norðurár. Fjórir fulltrúar og jafnmargir til vara.
    5. Afréttarnefnd fyrir Stafholtstungur, Þverárhlíð, Norðurárdal sunnan Norðurár og Hvítársíðu. Fjórir fulltrúar og jafnmargir til vara.
    6. Fjallskilanefnd Rauðsgilsréttar. Þrír fulltrúar og jafnmargir til vara.
    7. Fjallskilanefnd Oddstaðaréttar. Þrír fulltrúar og jafnmargir til vara.
    Afréttar- og fjallskilanefndir fara með afréttar- og fjallskilamál undir yfirstjórn sveitarstjórnar. Formenn nefndanna fara með atkvæðisrétt í veiðifélögum fyrir afréttarlandi.
  11. Stjórn fólkvangsins í Einkunnum. Þrír fulltrúar og jafnmargir til vara samkvæmt samningi sem umhverfisráðherra hefur staðfest í umboði Umhverfisstofnunar.
  12. Skoðunarmenn sveitarsjóðsreikninga. Tveir skoðunarmenn og jafn margir til vara samkvæmt sveitarstjórnarlögum nr. 45/1998.
  13. Húsnefnd Lindartungu. Þrír fulltrúar og jafnmargir til vara. Húsnefndin skal kosin á fyrsta eða öðrum fundi nýkjörinnar sveitarstjórnar og er kjörtímabil hennar hið sama og sveitarstjórnar. Húsnefnd fer með rekstur félagsheimilisins samkvæmt lögum um félagsheimili og samþykktum fyrir Lindartungu.
  14. Húsnefnd Lyngbrekku. Þrír fulltrúar og jafnmargir til vara. Húsnefndin skal kosin á fyrsta eða öðrum fundi nýkjörinnar sveitarstjórnar og er kjörtímabil hennar hið sama og sveitarstjórnar. Húsnefnd fer með rekstur félagsheimilisins samkvæmt lögum um félagsheimili og samþykktum fyrir Lyngbrekku.
  15. Húsnefnd Valfells. Þrír fulltrúar og jafnmargir til vara. Húsnefndin skal kosin á fyrsta eða öðrum fundi nýkjörinnar sveitarstjórnar og er kjörtímabil hennar hið sama og sveitarstjórnar. Húsnefnd fer með rekstur félagsheimilisins samkvæmt lögum um félagsheimili og samþykktum fyrir Valfell.
  16. Húsnefnd Þinghamars. Þrír fulltrúar og jafnmargir til vara. Húsnefndin skal kosin á fyrsta eða öðrum fundi nýkjörinnar sveitarstjórnar og er kjörtímabil hennar hið sama og sveitarstjórnar. Húsnefnd fer með rekstur félagsheimilisins samkvæmt lögum um félagsheimili og samþykktum fyrir Þinghamar.
  17. Húsnefnd Brúaráss. Tveir fulltrúar og jafnmargir til vara. Húsnefndin skal kosin á fyrsta eða öðrum fundi nýkjörinnar sveitarstjórnar og er kjörtímabil hennar hið sama og sveitarstjórnar. Húsnefnd fer með rekstur samkomuhússins samkvæmt lögum um félagsheimili og samþykktum fyrir samkomuhúsið Brúarás.
  18. Húsnefnd Brúnar. Tveir fulltrúar og jafnmargir til vara. Húsnefndin skal kosin á fyrsta eða öðrum fundi nýkjörinnar sveitarstjórnar og er kjörtímabil hennar hið sama og sveitarstjórnar. Húsnefnd fer með rekstur samkomuhússins samkvæmt lögum um félagsheimili og samþykktum fyrir samkomuhúsið Brún.
  19. Ungmennaráð. Fimm fulltrúar og jafnmargir til vara. Ráðið gerir tillögur til sveitarstjórnar um málefni ungmenna. Ráðið er skipað samkvæmt samþykktum um ungmennaráð.
  20. Eldriborgararáð. Átta fulltrúar og jafnmargir til vara. Ráðið gerir tillögur til sveitarstjórnar um málefni eldri borgara. Ráðið er skipað samkvæmt samþykktum um eldriborgararáð.
  21. Nýbúaráð. Fimm fulltrúar og jafn margir til vara. Ráðið gerir tillögur til sveitar­stjórnar um málefni nýbúa. Ráðið er skipað samkvæmt samþykktum um nýbúaráð.

C. Aðrir fulltrúar kjörnir á fyrsta eða öðrum fundi að afloknum sveitar­stjórnar­kosningum:

Hér er um að ræða stjórnir stofnana með sjálfstæðan fjárhag og tilnefningar í samstarfs­ráð sem hafa endanlegt ákvörðunarvald í málefnum sínum, þ.e. þurfa ekki stað­festingu sveitarstjórnar til að koma málum í framkvæmd, innan ákveðins fjárhags­legs ramma. Kjörtímabil þeirra er samkvæmt samþykktum um stjórn viðkomandi stofnunar.

  1. Almannavarnanefnd Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Tveir fulltrúar og jafnmargir til vara.
  2. Stjórn Dvalarheimilis aldraðra. Fjórir fulltrúar og jafnmargir til vara samkvæmt samþykktum fyrir Dvalarheimilið.
  3. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þrír fulltrúar og jafnmargir til vara samkvæmt lögum sambandsins.
  4. Fulltrúaráð Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands. Einn fulltrúi og annar til vara samkvæmt lögum um Brunabótafélag Íslands.
  5. Húsaverndunarsjóður Borgarbyggðar. Tveir fulltrúar og jafnmargir til vara.
  6. Fulltrúaráð Fjölbrautaskóla Vesturlands. Þrír fulltrúar og jafnmargir til vara samkvæmt samningi um skólann og ákvæðum laga um framhaldsskóla nr. 92/2008.
  7. Hagasjóður. Þrír fulltrúar úr fyrrum Hraunhreppi. Stjórnin fer með verkefni sam­kvæmt skipulagsskrá fyrir Hagasjóð nr. 593/1994.
  8. Héraðsnefnd Snæfells- og Hnappadalssýslu. Einn fulltrúi og annar til vara.
  9. Fræðslunefnd Eyja- og Miklaholtshrepps. Einn áheyrnarfulltrúi og annar til vara.
  10. Stjórn Menningarsjóðs Borgarbyggðar. Fimm fulltrúar og fimm til vara skv. skipulagsskrá sjóðsins.
  11. Stjórn Snorrastofu. Tveir fulltrúar og tveir til vara.
  12. Sjálfseignarstofnun um Arnarvatnsheiði og Geitland. Einn fulltrúi og annar til vara.

Samþykkt þessi sem bæjarstjórn Borgarbyggðar hefur sett samkvæmt ákvæðum 10. og 25. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 13. september 2010.

F. h. r.

Hermann Sæmundsson.

Stefanía Traustadóttir.

    B deild - Útgáfud.: 30. september 2010