1. gr. Óheimilt er að markaðssetja eða flytja til landsins fóður eða matvæli frá Kína sem innihalda afurðir úr dýraríkinu. 2. gr. Þrátt fyrir ákvæði 1. gr. er heimilt að markaðssetja og flytja inn þær afurðir sem um getur í viðauka I og II ef þær uppfylla almennar kröfur sem gerðar eru varðandi hollustuhætti og öryggi slíkra afurða. Með afurðum sem um er getið í viðauka II skal fylgja með yfirlýsing frá kínverskum yfirvöldum þar sem fram kemur að efnafræðilegar mælingar hafi verið framkvæmdar á sýnum af hverri sendingu sem staðfesti að afurðirnar eru ekki skaðlegar heilsu manna eða dýra. Slíkar mælingar skulu sérstaklega staðfesta að leifar klóramfenikóls og nítrófúrans og afleiða þeirra sé ekki að finna í afurðunum. Að auki skal framkvæma mælingar á malakítgrænu og kristalfjólubláu (methyl violet 10B) og afleiða þeirra í öllum fiskeldisafurðum sem tilgreindar eru í viðaukanum og staðfesta að slíkar leifar sé ekki að finna í afurðunum. Niðurstöður slíkra mælinga skulu jafnframt koma fram í fylgiskjölum með sendingum afurðanna. 3. gr. Matvælastofnun og heilbrigðisnefndir sveitarfélaga undir yfirumsjón Matvælastofnunar, sbr. 6. gr. og 22. gr. laga nr. 93/1995, um martvæli hafa eftirlit með matvælum og laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, hafa eftirlit með því að ákvæðum þessarar auglýsingar sé framfylgt. 4. gr. Um valdsvið, þvingunarúrræði og viðurlög fer samkvæmt ákvæðum laga um matvæli nr. 93/1995, með síðari breytingum og ákvæðum laga um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru nr. 22/1994. 5. gr. Auglýsing þessi er sett með stoð í 27., 28. og 29. gr., sbr. 18. gr. laga um matvæli nr. 93/1995, með síðari breytingum, 7. gr. laga um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru nr. 22/1994 og með hliðsjón af ákvörðunum nr. 2002/994/EB, 2004/621/EB, 2005/573/EB, 2008/463/EB, 2008/639/EB og 2009/799/EB. Auglýsingin öðlast gildi 1. mars 2010. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 15. febrúar 2010. F. h. r. Sigurgeir Þorgeirsson. Baldur P. Erlingsson. VIÐAUKAR (sjá PDF-skjal) |