Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 443/2014

Nr. 443/2014 14. apríl 2014
REGLUR
um breytingu á reglum nr. 569/2009 fyrir Háskóla Íslands.

1. gr.

1. mgr. 134. gr. breytist og orðast svo:

Umhverfis- og byggingarverkfræðideild veitir kennslu sem hér segir:

  1. Til BS-prófs í umhverfis- og byggingarverkfræði.
  2. Til meistaraprófs, MS-prófs, í byggingarverkfræði, umhverfisverkfræði og umhverf­is- og byggingarverkfræði.
  3. Til doktorsprófs, Ph.D.-prófs, í byggingarverkfræði, umhverfisverkfræði og umhverf­is­fræði.
  4. Enn fremur veitir deildin kennslu til meistara- og doktorsprófs í umhverfis- og auðlindafræði og öðrum þverfræðilegum greinum í samvinnu við aðrar háskóla­deildir, þar sem nauðsynleg aðstaða er fyrir hendi.

2. gr.

Reglur þessar, sem samþykktar hafa verið í háskólaráði Háskóla Íslands, eru settar á grundvelli laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla og öðlast þegar gildi.

Háskóla Íslands, 14. apríl 2014.

Kristín Ingólfsdóttir.

Þórður Kristinsson.

B deild - Útgáfud.: 6. maí 2014