Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 615/2010

Nr. 615/2010 8. júlí 2010
REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 391/1998, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, með síðari breytingum.

1. gr.

a. Við 19. gr. reglugerðarinnar bætast tvær nýjar málsgeinar, svohljóðandi:

Framlag til jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóða, sbr. 18. gr. laga nr. 113/1990, um tryggingagjald, skal að uppfylltum ákvæðum 3. mgr. þessarar greinar færa til eignar með sama hætti og núvirði framtíðariðgjalda lífeyrissjóðs á grundvelli heildarframlags til viðkomandi sjóðs á síðastliðnu ári, sbr. reglugerð um úthlutun og greiðslu framlags til jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóða sem birt er árlega skv. 22. gr. laganna. Framtíðarverðmæti framlagsins skal metið sem sama hlutfall af verðmæti framtíðariðgjalda í tryggingafræðilegri athugun og hlutfall framlagsins er af iðgjöldum ársins, sem koma til framreiknings. Sé ekki um framtíðariðgjöld að ræða í viðkomandi lífeyrissjóði skal framtíðarverðmæti framlagsins metið sem sama hlutfall af núvirði lífeyrisgreiðslna til lífeyrisþega og hlutfall framlagsins er af lífeyrisgreiðslum ársins.

Skilyrði þess að framlagið sé fært til eignar er að í réttindareglum lífeyrissjóðs komi fram eðlileg og gagnsæ tengsl á milli réttinda og þeirra tekna sem metnar eru til eignar. Slíkar reglur skulu settar í samþykktir lífeyrissjóðs. Skuldbindingar vegna þessara réttinda skulu metnar til núvirðis á sama hátt og kveðið er á um í IV. kafla reglugerðar þessarar og skulu vera í jafnvægi við verðmæti þeirra framlaga sem eignfærð eru skv. 2. mgr. þessarar greinar, sbr. 1. mgr. 39. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Ef framtíðarskuldbindingar vegna aldursháðrar réttindatöflu eru hærri en verðmæti tilsvarandi framtíðariðgjalda má þó núvirða framlagið að því marki að jafnvægi náist þar á milli án þess að nýjar skuldbindingar myndist. Þessi heimild gildir ekki um réttindaávinnslu sem er óháð aldri.

b. Fyrirsögn greinarinnar hljóðar svo: Núvirðing væntanlegs lífeyris, framtíðariðgjalda og annarra framlaga.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 22. gr. laga nr. 113/1990, um tryggingagjald, öðlast gildi 1. ágúst 2010.

Fjármálaráðuneytinu, 8. júlí 2010.

F. h. r.

Hafdís Ólafsdóttir.

Haraldur Steinþórsson.

B deild - Útgáfud.: 22. júlí 2010