Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 662/2007

Nr. 662/2007 28. júní 2007
REGLUR
um breytingu (32) á reglum nr. 458/2000, fyrir Háskóla Íslands.

1. gr.

Fyrsta málsgrein 101. gr. um kennslugreinar og skorir í hugvísindadeild breytist og verður svohljóðandi:

Hugvísindadeild veitir kennslu sem hér segir:
Til B.A.-prófs: Almenn bókmenntafræði, almenn málvísindi, Austur-Asíufræði, danska, enska, finnska, fornleifafræði, franska, gríska, heimspeki, íslenska, íslenska fyrir erlenda stúdenta, ítalska, japanska, kínverska, kvikmyndafræði, latína, listfræði, norska, rússneska, sagnfræði, spænska, sænska, táknmálsfræði og þýska. Auk þess er heimilt að taka upp kennslu í aukagreinum eftir nánari ákvörðun deildar.

2. gr.

Gildistaka og lagastoð.

Ákvæði reglna þessara, sem háskólaráð hefur sett á grundvelli laga um Háskóla Íslands nr. 41/1999, öðlast þegar gildi.

Háskóla Íslands, 28. júní 2007.

Kristín Ingólfsdóttir.

Þórður Kristinsson.

B deild - Útgáfud.: 23. júlí 2007