Samkvæmt 19. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 hefur umhverfis- og auðlindaráðherra þann 18. júlí 2013 staðfest aðalskipulag Langanesbyggðar 2007-2027. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum hefur málsmeðferð verið í samræmi við skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 og Skipulagsstofnun gert tillögu til ráðherra um staðfestingu. Aðalskipulagið öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi aðalskipulag Skeggjastaðahrepps 2004-2024 frá 23. mars 2006 og aðalskipulag Þórshafnarhrepps 2003-2023 frá 7. júlí 2004, ásamt áorðnum breytingum. Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 18. júlí 2013. F. h. r. Sigríður Auður Arnardóttir. Íris Bjargmundsdóttir. |